fimmtudagur, janúar 12, 2006

hryssan mun ríða úr landi hinn síðasta dag núverandi mánaðar og mun hún eyða heilum 9 dögum í landinu þar sem menn ganga um með yfirvaraskegg, stóra hatta og tequilaflöskur. ég get ekki sagt að ég sé vön svona stuttum ferðalögum svona langt, en skyldan kallar blóðið til skyldunnar eða eitthvað. svo á ég eiginlega bara skilið líka að skreppa þar sem ég hef nú eytt tveimur og hálfu ári á þessari eyju án þess að svo mikið sem dýfa tá útfyrir landsteinana. hef ekki einusinni vaðið í sjónum í nauthólsvík. sem minnir mig á það...hvað varð um heita lækinn?
en semsagt... nú skal haldið af landi brott. afkvæmin verða geymd hjá náriðlinum honum bróður mínum (þetta hljómaði hálf ógeðslega), og foreldrum okkar til skiptis og er það vel. þau munu hafa það gott og hef ég ekki áhyggjur af því.
ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af því að þar sem ég er orðin svona ferðalagaryðguð finn ég einhverstaðar innra með mér fyrir ákveðinni hræðslu við að fljúga. eins og ég var köld, svöl og yfirveguð hér á mínum yngri árum er eins og hafi færst yfir mig einhver hamfaraáhyggjuslikja sem ég hika ekki við að tengja aldrinum og elliglöpum mínum eigins.
nema hvað, miðarnir hafa verið keyptir og ég fer samt samt samt.
og hananú.

Engin ummæli: