sit hér sveitt við einkunnaskil og prófaundirbúning. allt þarf að vera tilbúið fyrir brottför á þriðjudaginn. kona lifandi hvað ég er með mörg fiðrildi í maganum, enda langt síðan ég fór til útlanda síðast (á minn mælikvarða). það á sennilega eftir að líða yfir mig þegar ég stíg inná keflavíkurflugvöll með flugmiða í sveittri lúkunni.
liðið úti er víst voða mikið að plana partý og læti næstu helgi til að fagna veru okkar í bænum. alltaf gaman að vera ástæðan fyrir partýum.
nú get ég ekki lengur sofnað á kveldin því heilinn á mér snýst í hringi þar sem ég ligg og hugsa um allt sem mig langar til að gera og alla staðina sem mig langar að fara á í þessa fáu daga sem við verðum úti. ég reyni samt að róa mig með því að rifja upp hvernig mér hefur einhvernvegin aldrei tekist að gera allt það sem ég ætla að gera þegar ég er í mexíkó... en slatta mun ég samt gera í þetta sinn, enda barnlaus og frjáls.
ég hef varla svo mikið sem prumpað barnlaus síðustu rúmu tíu árin, nema kannski í einhverja staka sólarhringa þegar ég hef fengið næturpössun til að drekka áfengi og éta af hlaðborðum og svoleiðis... sannarlega kominn tími til að snúa sólarhringnum í hringi eins og barnlausa fólkið í fríi getur gert. jahú!
djöfull á ég annars eftir að vera þreytt þegar ég kem heim. kannski væri gáfulegast og viturlegast og forsjálast og ábyrgast af mér að slappa bara af og reyna frekar að hvíla mig í fríinu. eða ekki. hvíla mig minn rass. minn rass þarf ekkert á hvíld að halda, ég er alveg að verða í níu daga frjáls eins og fuglinn er frjáls og ég skemmti mér éééég er frjáls....
ekki það að ég á svosem eftir að sakna þessara litlu skratta. en ekkert og ég endurtek ekkert getur fengið mig til þess að fá samviskubit yfir því að skilja þau eftir í öruggum höndum fólksins sem tókst að búa til jafn frábæran aðila og ég sjálf er....og systur aðilans sem er ansi hreint frábær líka. aðeins öðruvísi en ég, en frábær samt. hehe.
á morgun þarf ég að láta nemana í próf, fara yfir prófin, skila einkunnum, fara í bankann, koma öllum græjum heim til foreldranna ásamt lista yfir tómstundir frumburðarins, fara með þann hinn sama í sinn fyrsta tannréttingatíma, hringja á nokkra staði og pakka niður.
er von að ég sé hætt að sofa?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli