fimmtudagur, janúar 05, 2006

allt í einu eitthvað svo mikið að gera. samt svo rólegt eitthvað. það er aðallega þetta með að vakna á morgnanna. góður vinnutími hjá mér reyndar. það hjálpar.

í gær var ég að leyfa nemunum mínum að horfa á spænska bíómynd, svona til að hressa uppá hlustunina og menningarlega þáttinn hjá þeim. varð fyrir valinu nýjasta mynd leikstjórans pedro almodovar en hún heitir la mala educacion, eða bad education á ensku eða slæma menntunin á ilhíra. (djók)
sátum við börnin saman í kennslustofunni áhugasöm og ánægð yfir myndinni þar sem hún rúllaði í gegn fyrir framan nef okkar.
þangað til klæðskiptingurinn settist ofaná beinstífan sofandi æskuvininn og fullnægði sjálfum sér á hinum stífa.
ég er ekki frá því að ég hafi farið hjá mér og ég er ekki frá því að ég hafi séð stór augu og ýmiskonar glott hér og þar um stofuna í svolítinn tíma á eftir. ég er ekki heldur frá því að einhver glottandi hafi hvíslað ,,það er aldeilis, mín bara með hommaklám í tíma..." hinumegin í stofunni.
sem betur fer eru þau öll orðin sextán.

lexía dagsins... aldrei sýna krökkum bíómyndir sem þú hefur ekki horft á í langan tíma og manst ekki almennilega innihaldið.

Engin ummæli: