nú lítur út fyrir að við hin fjögur fræknu munum eignast húsnæði handan við götuhornið eða niðri á klapparstíg.
það eina sem ég tengi við klapparstíg er rakarastofa, en nú hýsir hann víst trendí fyrirbæri eins og dauðabúðina, grænmetismatarbúllu og sirkus. sem minnir mig á það... einu sinni fyrir langa langa löngu var ég beðin um að kyssa dauðahönnuðinn, af mjög auðútskýranlegum ástæðum sem ég mun hinsvegar ekki útskýra einmitt núna en þeir sem muna umræður aftur í tímann gætu skilið.
nema hvað, ég neitaði að kyssa manngreyið, ólíkt öðrum stúlkum í sömu sporum, þannig að ég fékk séns á því að þykjast bara kyssa hann og henda svo nærbuxum í gólfið.
ég efast einhvernvegin um að ég gæti leikið í ástarsenu án þess að fá kaldan svita, aulahroll helvítis og skjálfta í ískalda útlimina. það yrði þá senuhelvítið...
nema hvað, hefst ný lota á morgun og er það vel. það er óhollur andskoti að hafa of mikinn tíma til að vera í líkamsræktarsölum. þá staðreynd verð ég stöðugt sannfærðari um, en eins og staðan er í dag geng ég um sem væri ég spastísk og tel mig heppna ef ég dett ekki niður tröppurnar heima hjá mér (sem ég þjáist við að fara upp og niður oft á dag). ástandið má rekja til lærvöðvaþjálfunar sem fór úr böndunum.
annars gaman að segja frá því að á föstudaginn var ég næstumþví búin að hrynja niður helling af tröppum og beint í flasið á sveittum bubba morthens. þá var ég semsagt nýbúin að gera fjárans fótaæfingarnar, klöngraðist svo upp í herbergi til að gera magaæfingar, en þar sem ég stóð aftur upp til að koma mér í sturtu mætti segja að fyrrnefndar æfingar hafi sparkað inn (svo ég þýði beint úr engilsaxnesku).
núnú, ég lagði auðvitað af stað niður tröppurnar óafvitandi um dauða lærvöðvanna, en þegar ég byrjaði að labba niður fann ég hvernig lærin á mér fóru í verkfall og ég varð eftir í lausu lofti fótalaus. þá komu handleggsvöðvarnir sér vel, en mér tókst að grípa í handriðin og brölta niður eins og lömuð manneskja sem er að reyna að byrja aftur að ganga. þetta gerði ég á eins óáberandi hátt og mér var mögulegt, en ég vonaði þá og vona enn að viðstaddir hafi frekar tekið eftir feita karlinum í rauða bolnum sem missti af hlaupabrettinu og skaust á ógnarhraða afturfyrir sig og klesstist á spegilinn.
hehehehehe.... hann var fyndinn.
talandi um fyndið... verð að stela brandaranum hans þórðar því hann er svo góður. en hann er semsagt svona:
a dyslexic man walked in to a bra...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli