miðvikudagur, mars 22, 2006

einu sinni ekki alls fyrir slöngu vann ég á skrifstofu. það var reyndar aldrei alveg minn tebolli en ég lærði þó ýmislegt á veru minni þar...sem er reyndar önnur saga.
en semsagt þegar ég var að vinna þarna lék ég mér stundum að því að lesa nöfn í þjóðskránni, enda mikil áhugamanneskja um nöfn og agötu christie bækur, en það er önnur saga.
áðan fann ég miðana þar sem ég hafði dundað mér við að skrifa niður nokkur þeirra nafna sem mér þóttu merkileg, skrýtin, furðuleg, fyndin eða bara gaman að segja þau oft.
hér með mun ég skrá á spjöld alheimsvefjarins þau nöfn sem ég skrifaði hér um árið á litla post-it miða:
sturlaugur, ína, engilbjört, engill, engiljón, engilbertína, engilráð, enóla, sívar, dagmann, karel, albína, guðgeir, kristbergur, ásólfur, gógó, metta, hjálmdís, húni, kallý, gunnrún, sumarrós, rósant, rósanna, rósar, rósberg, rósbjörg, rósfríð, rósi, rósinkar, rósinberg, rósíka, róslín, róslind, rósný, runný, helma, valþór, friðný, styrr, ríkey, jónheiður, bjarnþrúður, randíður, sölvey, hugborg, víoletta, jósavin, danival, þórvör, mörk, eyðfríð, ástmar, fura ösp, æska, æsgerður, lofthildur, loftveig, logey, þorbera, ædís, álfdís, friðbert, magný, hallfreður, dagbjartur, ótta, uni, njála, íren, líneyk, arngunnur, bergrós, ljósbrá, júníus, ölvir, metúsalem, kúld, hrollaugur, bertil, dúfa, sigurhjörtur, bjarmi, jóel, ýrar, bersi, alvar, marmundur, hörn, elínbergur, reynar, jarl, márus, abelína, aðalrós, njóla, nýbjörg, odda, októ, salmanía, ölveig, öndís, þiðrandi og ögmundína.

og hananú

Engin ummæli: