það er yndislegt að eiga fólk í heiminum sem alltaf er hægt að tala við eins og ekkert hafi í skorist, jafnvel þó að einhver ár líði á milli endurfunda eða spjallrásaspjalla (þegar einhver er í útlandi).
það er góð tilfinning að þykja vænt um fólk og vita að einhverjir muna alltaf eftir þér og hugsa til þín endrum og sinnum og vilja þér allt hið besta.
það er gott að eiga fjölskyldur hingað og þangað.
ég hef kynnst helling af fólki á mínum rétt rúmu 30 árum, en það fólk sem hefur á einhverjum tímapunkti verið hluti af lífi mínu er mjög margt horfið úr því. þeir sem taka ekki lengur pláss í daglega lífinu en taka ennþá pláss í hjartanu og í góðu minningunum er fólkið sem skiptir máli í minni tilveru. og að sjálfsögðu líka fólkið sem tekur plássið í daglega lífinu, en það er sér kapítuli útafyrir sig.
nú er ég að kafna úr væntumþykju...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli