þriðjudagur, mars 07, 2006

skoðaði húsnæði í gærkveld. mér líður enn eins og ég sé skítug eftir að hafa verið þar inni. dvergskrattinn sem tók á móti okkur hafði ekki einusinni haft fyrir því að sturta niður kúkahlussunni sem flaut í klósettinu áður en hann sýndi okkur heimili sitt (ef heimili skal kalla). þegar ég hugsa um baðherbergið atarna fæ ég svona óhreinsandrúmsloftstilfinningu niður í háls og lungu. bleh, ðach, fjúff, ullabjakk...
ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið mikill viðbjóður.

nema hvað... fór með síðburðinn í þriggjaoghálfsársskoðun í morgun. hún er stór og gáfuð og fín eins og mamma sín...hehe... frumburðurinn er lagður af stað í langa tannréttingaför sem mun kosta blóð, svita, tár og mikla peninga.
um daginn borgaði ég tæpar níuþúsundkrónur fyrir að láta segja mér að við þyrftum að koma aftur og láta taka ný mót. þá sveið mig í olnbogann (eins og þeir segja í heimalandi makans).
nú og svo er sá stutti að fara að fá einhverja svaðalega græju sérsmíðaða í hollandi til þess að toga fram á honum neðri kjálkann svo að það verði eitthvað samræmi í þeim, en drengurinn bítur beint upp í góminn á sér án nokkurrar fyrirstöðu, sem er eins og gefur að skilja slæmt og ansi óþægilegt.
nema hvað... þar sem ekki er verið að troða spöngum uppí barnið er hann víst ekki hæfur til endurgreiðslu frá tryggingastofnun. hollensk activator-græja eru ekki spangir og þá get ég bara etið það sem úti frýs.
eitthvað þykist ég vita um að lýtalækningar fáist niðurgreiddar af ríkinu séu þær skilgreindar sem nauðsynlegar aðgerðir en fegrunaraðgerðir fá ekki endurgreiðslu.
þessi skilgreining er ekki til staðar í tannréttingum þannig að fái manneskja sér spangir bara til þess að vera aðeins sætari er það endurgreitt að einhverju leyti. barn sem á eftir að vera í vandræðum með skoltinn á sér alla ævi verði hann ekki lagaður, en fær eitthvað annað en spangir skal bara vera svo heppið að eiga efnaða foreldra takk fyrir kaffið.

asni, kúkur, fáviti, piss.

1 ummæli:

Healing Broken heart sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)