sunnudagur, apríl 22, 2007

merkilegt hvað það draslast mikið til heima hjá mér eftir að makinn kom aftur. þegar ég var ein með afkvæmin mín var einhvernvegin nóg að rétt lifta upp því sem hafði færst úr stað yfir daginn, vaska upp þrjá diska, þrjár skálar, þrjú glös og þrenn hnífapör, ryksuga einu sinni í viku og búa um rúmin til að allt liti eðlilega út. svona fimm mínútna yfirferð á dag eða tæplega það.
svo kom makinn. hann eldar með látum, færir húsgögn úr stað til að leika í/á þeim, raðar koddum og púðum á gólfið svo að krókódílarnir bíti mann ekki í tærnar, tengir á engan hátt það að fara úr fötunum við óhreinatauskörfur, skápa eða skúffur, sér ekki tilganginn með því að hengja handklæðin upp á þartilgerða snaga og setur setuna aldrei niður nema þegar hann sjálfur þarf að setjast á hana.
ekki nóg með það, heldur hef ég sjálf staðið mig að því að vera mun afslappaðri í þessum málum eftir að við urðum tvö.
þar af leiðir að það er allt á floti allstaðar á þessu heimili. en ég þarf amk ekki að gera fínt ein.

annars er makinn á útleið fljótlega ásamt frumburðinum og við kvenleggurinn munum fylgja fljótlega í kjölfarið. búseta fjölskyldunnar er áætluð í bæ sem heitir metepec og er í 65 km fjarlægð frá höfuðborginni, þó svo að í raun og veru sé bærinn mun nær, enda höfuðborgin komin út um víðan völl með hlátrasköll. í metepec munum við búa í þriggja hæða húsi í lokuðu hverfi þar sem við þekkjum nú þegar fólkið, það þekkir okkur, flestir eru á okkar aldri með börn á barnanna aldri og svei mér ef þetta lítur ekki bara ágætlega út alltsamant.
í húsinu sem við munum búa í er stórt gestaherbergi sem stendur hverjum þeim sem heimsækja okkur vill opið. eins og þeir segja þarna úti, ,,mi casa, su casa".

en ég er nú ekki farin enn... fyrst þarf að ganga frá dótinu okkar, selja íbúðirnar og kaupa flugmiðana.

ég fór að gráta þegar ég tilkynnti brottför mína í vinnunni. skrýtið hvað ég tek það nærri mér. en mér var sagt að ég ætti alltaf samastað þar svo að mér líður strax betur. gott að eiga samastaði.

Engin ummæli: