fimmtudagur, apríl 26, 2007

systir mín opnar sína fyrstu einkasýningu klukkan fimm í dag. hún er svaka flott og ég mæli með því að þú leggir leið þína í 101 gallerý fyrir aftan alþjóðahúsið einhverntíman á milli klukkan 2 og 5 fyrir 31.maí.

amma mín er áttatíuogþriggjaára í dag. hún er æði hún amma-geddon.

mig dreymdi innkaupaferð í hagkaup ásamt sigga stærðfræðikennara sem endaði með því að við hættum við þegar við mundum að allt væri ódýrara í bónus. svo var mikið hlegið og ég vaknaði. við siggi höfum eytt miklum tíma saman í hagkaupum... það verður ekki af okkur skafið.

þegar ég vaknaði mundi ég að á fimmtudögum fara krakkarnir í leikskólanum í göngutúr svo ég rauk á fætur til að skutla síðburðinum á sinn stað. ég hoppaði í buxur og skyrtu og sokka og brjóstahaldara og skó og brunaði með barnið á áfangastað.
svo fór ég aftur heim, reif makann fram úr rúminu, makaði á mig maskara, skipti um peysu og lét keyra mig í vinnuna.
þar fór ég að vinna.
og blogga, en það er önnur saga...
svo vann ég og vann þangað til upp fyrir mér rann fyrir framan mann að ég kann að hafa haft sokkinn þann þar sem enginn sæi hann en ég fann eitthvað skrýtið og það er nú svo.
þetta var rapp.
það sem rappið fjallar um er semsagt að þegar ég var búin að vera að vinna í smá tíma og nemendur nokkrir góðir fínir og fagrir voru inni hjá okkur hinum að spjalla og fá ráðgjöf um þýskar sagnir í þátíð, fann ég eitthvað skrýtið. eitthvað sem líktist stóru illkynja æxli, appelsínuhúð gone wrong eða tvíburasystkini mínu sem ætlaði að brjótast útúr líkama mínum aftaná vinstra hné.
ég þreifaði og velti þessu fyrir mér þangað til ég fann svarið.
þetta var sokkurinn sem ég var í í gær sem kláraði aldrei að detta úr skálminni niður á gólf.
nú svo var bara farið í að ná sokknum útúr skálminni á ekkert svo laumulegan hátt, enda skammast ég mín voða lítið fyrir svona uppákomur og leyfi fólki frekar að njóta þess með mér þegar ég finn sokka innaní fötunum mínum og þessháttar. og nú liggur sokkurinn lúpulegur og þreyttur í tölvutöskunni minni og bíður þess að komast í óhreina tauið ásamt bróður sínum sem sleppti takinu og lét sig detta niður á gólf í gærkveld. svona eins og hlýðnir sokkar eiga að gera.

ég er fegin samt að þetta voru ekki nærbuxur...tíhí...

Engin ummæli: