sunnudagur, apríl 08, 2007

gleðilegos páskos.
það er heilmikil vinna sem liggur að baki afslöppun.
síðan ég lenti í fríi einstæð móðir einsömul hef ég þurft að gera eftirfarandi yfir páskana:
fara í bónus. troða okkur í tvö matarboð. ryksuga. þurrka af. brjóta saman fjall af þvotti. þvo þvottinn fyrst. vaska upp. nokkrum sinnum. skipta á rúmum. fara í sund. tvisvar. fara á róló í pollagalla. fjórum sinnum. elda kvöldmat. tvisvar. þrisvar ef ég tel morgundaginn með. útbúa morgunmat. fjórum sinnum. fimm ef ég tel morgundaginn með. útbúa annarskonar matartíma. oft. vera í heimsóknum. spila. skafa súkkulaði upp af gólfinu/borðum/rúmum/börnum. fara í bakaríið. horfa á sjónvarp. svolítið. lesa bækur. tvær. og sofa.
eins og ég segi... það er lítil afslöppun í afslöppun.
á morgun sem er annar í páskum, ætla ég ekki að taka til, ekki að elda mat, ekki að þvo þvott og ekki að kaupa neitt. ætli ég sleppi ekki bara líka að klæða mig.

Engin ummæli: