sunnudagur, apríl 01, 2007

það er ekki auðveldast í heimi að vera makalaus, foreldralaus, systralaus, tveggja barna móðir, húsmóðir, eldabuska, skúringakona, námsmey, kennslukona og pæja.
makinn hangir enn heima hjá móður sinni, foreldrarnir fóru upp í sveit til að halda kjafti, systirin er límd við blöð og frumburðurinn fékk eyrnabólgu sama dag og ég þarf að skila hugarkorti í skólanum mínum og vaska upp og ryksjúga svo að við drukknum ekki í eigin skít.

einstæðar mæður þessa heims eiga alla mína aðdáun. sérstaklega þær sem eru munaðarlausar.

Engin ummæli: