svo virðist sem maður komist ekki að þar sem maður vill vinna... vissi það svosem nokkurnvegin. svekkjandi samt. en það verður bara að koma með kalda vatninu. svona gerist þegar drullað er upp bakhliðina, eins og þar stendur.
það er ekki margt að gerast þessa dagana. bara þvo þvott og skoða fönnina og dreyma um skemmtileg verkefni. reyndar væri ekkert vitlaust að reyna að grafa upp kuldagallana og það innanum kassana sem eru staðsettir innan farartækjakofa ömmu minnar. ætli það verði ekki verkefni vikunnar. maður verður að fara að komast yfir höfuðfat.
hey, svo er frumburðurinn skotinn. það þykir oss spennandi og skemmtilegt. margskonar pælingar farnar að gerjast þar, enda að verða unglingur innan skamms. jeminn eini.
eruð þið ekki annars bara glöð?
þriðjudagur, október 30, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
amma gefur alltaf gott að borða. deginum var eytt við ömmuborð að borða kræsingar miklar og spjalla við frændur og frænkur. það var gaman.
gærkveldinu var eytt innanum skemmtilegt lið sem eldaði fyrir mig. það var mjög gaman. fyrst borðuðum við humar sem var með miklum garlic, eins og það kallast sumstaðar erlendis... og munnur minn lyktar illa eins og er...hehe...en það var þess virði samt enda gott bragðið. svo fengum við læri sem hafði verið nokkrum klukkustundum of lengi grillað og var eiginlega meira kol en læri. en það var allaveganna skemmtilegasta læri sem við höfðum fengið. við urðum hvort eð er södd af meðlætinu og humrinum svo að lærisbruninn skemmdi ekkert fyrir, skemmti bara fyrir ef eitthvað var. þetta er svo allt einhvernvegin fyndnara þegar maður veit að það var stærðfræðikennarinn sem misreiknaði sig við grillið...hehe
en þetta var mjög gaman. seisei.
svo er bara að byrja að redda hinu og þessu til að auðvelda heimkomuna og aðlögunina.
plan morgundagsins er m.a. að reyna að finna tölvugaur sem kann að laga kommuvandræðin svo að maður fari ekki yfirum. svo þarf að sækja um vinnu hingað og þangað og byrja að skipuleggja sig aftur.
gærkveldinu var eytt innanum skemmtilegt lið sem eldaði fyrir mig. það var mjög gaman. fyrst borðuðum við humar sem var með miklum garlic, eins og það kallast sumstaðar erlendis... og munnur minn lyktar illa eins og er...hehe...en það var þess virði samt enda gott bragðið. svo fengum við læri sem hafði verið nokkrum klukkustundum of lengi grillað og var eiginlega meira kol en læri. en það var allaveganna skemmtilegasta læri sem við höfðum fengið. við urðum hvort eð er södd af meðlætinu og humrinum svo að lærisbruninn skemmdi ekkert fyrir, skemmti bara fyrir ef eitthvað var. þetta er svo allt einhvernvegin fyndnara þegar maður veit að það var stærðfræðikennarinn sem misreiknaði sig við grillið...hehe
en þetta var mjög gaman. seisei.
svo er bara að byrja að redda hinu og þessu til að auðvelda heimkomuna og aðlögunina.
plan morgundagsins er m.a. að reyna að finna tölvugaur sem kann að laga kommuvandræðin svo að maður fari ekki yfirum. svo þarf að sækja um vinnu hingað og þangað og byrja að skipuleggja sig aftur.
föstudagur, október 26, 2007
núna er ég í kennaraháskólanum og þar eru kommur á lyklaborðunum í lagi mér til mikillar gleði.
en ég er semsagt komin heim. ferðin var skemmtileg, stundum erfið, en alltaf skemmtileg. við flugum til njúv jork þar sem brother louie sótti okkur á flugvöllinn og við þurftum að bíða lengi í röð eftir leigubíl útaf því að einmitt þennan dag var verkfall leigubílstjóra. gífurleg heppni þar á ferð. svo fórum við til lóu og geymdum dótið okkar. tókum lest í bæinn einhvert á suðurhluta manhattan held ég, þar sem við átum, skoðuðum japanska dótabúð og borðuðum ís í eftirrétt. svo fórum við aftur ,,heim" til brooklyn og sváfum.
daginn eftir fórum við fyrst að kaupa körfuboltaskó handa frumburðinum svo að hann hætti að stressa sig, en það gerðum við á times square. dunduðum okkur eitthvað smá og skoðuðum ripley´s believe it or not safnið sem var fínt og flott og fullt af skrýtnu dóti. svo fórum við í kínahverfið og litlu ítalíu, sem ber nafn með rentu því hún er orðin mjög lítil, og þar átum við ítalskan mat og spjölluðum við nett uppáþrengjandi ítalskan þjón. en hann var fyndinn samt...
núnú, eftir gott rölt ákváðum við að taka lestina heim til að komast á réttum tíma á flugvöllinn. þegar undir jörðina var komið stoppaði svo lestin og við vorum föst neðanjarðar í góða stund innanum þreytt og mis-pirraða farþega sem síðburðurinn gladdi með hoppi sínu og hamagangi. upp komumst við í dagsljósið seint og síðarmeir og rukum heim til lóu að sækja dótið okkar og fengum svo mjög óhefðbundinn og ógulan leigubíl sem brunaði útá völl. svo biðum við í smá stund áður en við fórum inn til að komast á réttum tíma í vélina. seinna sá ég eftir að hafa flýtt mér svona mikið og kvatt lóu svona snemma því að bilun hafði orðið í einum hreyfli og vélardruslunni seinkaði um 4 klst. einhverra hluta vegna höfðu samgöngumál ekki verið mér í hag þessa dagana. núnú, við lögðumst á gólfið eins og hinir farþegarnir til að reyna að hvíla okkur og ég neyddist til að svæfa trylltan síðburðinn með valdi svo að hún réðist ekki á nærstadda og biti þá í ökklana í reiði sinni, en henni fannst þetta semsagt ekki skemmtileg, enda ansi þreytt. að lokum komumst við í vélina, ég með sofandi barn á öxlinni og röð af flugvallarstarfsmönnum á eftir mér berandi farangurinn okkar, og hún svaf alla leið til íslands. annað en ég sem er enn að ná mér eftir næturskort og tímamismun. en ég er semsagt mætt í skólann þar sem ég set upp gáfulegan svip á meðan kennarar tala. einhvernvegin líður mér samt eins og ég eigi ekki eftir að muna mikið...
en frímínúturnar eru búnar. er farin í tíma.
ps. mikið djöfulli er kalt úti!
en ég er semsagt komin heim. ferðin var skemmtileg, stundum erfið, en alltaf skemmtileg. við flugum til njúv jork þar sem brother louie sótti okkur á flugvöllinn og við þurftum að bíða lengi í röð eftir leigubíl útaf því að einmitt þennan dag var verkfall leigubílstjóra. gífurleg heppni þar á ferð. svo fórum við til lóu og geymdum dótið okkar. tókum lest í bæinn einhvert á suðurhluta manhattan held ég, þar sem við átum, skoðuðum japanska dótabúð og borðuðum ís í eftirrétt. svo fórum við aftur ,,heim" til brooklyn og sváfum.
daginn eftir fórum við fyrst að kaupa körfuboltaskó handa frumburðinum svo að hann hætti að stressa sig, en það gerðum við á times square. dunduðum okkur eitthvað smá og skoðuðum ripley´s believe it or not safnið sem var fínt og flott og fullt af skrýtnu dóti. svo fórum við í kínahverfið og litlu ítalíu, sem ber nafn með rentu því hún er orðin mjög lítil, og þar átum við ítalskan mat og spjölluðum við nett uppáþrengjandi ítalskan þjón. en hann var fyndinn samt...
núnú, eftir gott rölt ákváðum við að taka lestina heim til að komast á réttum tíma á flugvöllinn. þegar undir jörðina var komið stoppaði svo lestin og við vorum föst neðanjarðar í góða stund innanum þreytt og mis-pirraða farþega sem síðburðurinn gladdi með hoppi sínu og hamagangi. upp komumst við í dagsljósið seint og síðarmeir og rukum heim til lóu að sækja dótið okkar og fengum svo mjög óhefðbundinn og ógulan leigubíl sem brunaði útá völl. svo biðum við í smá stund áður en við fórum inn til að komast á réttum tíma í vélina. seinna sá ég eftir að hafa flýtt mér svona mikið og kvatt lóu svona snemma því að bilun hafði orðið í einum hreyfli og vélardruslunni seinkaði um 4 klst. einhverra hluta vegna höfðu samgöngumál ekki verið mér í hag þessa dagana. núnú, við lögðumst á gólfið eins og hinir farþegarnir til að reyna að hvíla okkur og ég neyddist til að svæfa trylltan síðburðinn með valdi svo að hún réðist ekki á nærstadda og biti þá í ökklana í reiði sinni, en henni fannst þetta semsagt ekki skemmtileg, enda ansi þreytt. að lokum komumst við í vélina, ég með sofandi barn á öxlinni og röð af flugvallarstarfsmönnum á eftir mér berandi farangurinn okkar, og hún svaf alla leið til íslands. annað en ég sem er enn að ná mér eftir næturskort og tímamismun. en ég er semsagt mætt í skólann þar sem ég set upp gáfulegan svip á meðan kennarar tala. einhvernvegin líður mér samt eins og ég eigi ekki eftir að muna mikið...
en frímínúturnar eru búnar. er farin í tíma.
ps. mikið djöfulli er kalt úti!
laugardagur, október 20, 2007
heimferðin hefst daginn eftir morgundaginn. ferðatöskurnar eru að verða til og það er aðallega eftir að þvo föt og kveðja. það er alltaf leiðinlegt að kveðja. kveðjustundir eru ekki minn tebolli. en maður lifir það af eins og alltaf.
deginum var eytt við göngu og skoðun þar sem chopo markaðurinn er staðsettur. hann er bara laugardagsmarkaður. chopo er eldgamall og þekktur fyrir að vera samsafn af allskonar furðufuglum. þar er mikið um pönkara, lið með skrautlegt litað höfuðleður, undarlegar greiðslur, eyrnalokkahelling um allt höfuðið og þungarokkara. einnig er skemmtilega mikið af svokölluðu goth liði sem er svart kringum augun, með svartar varir og neglur og er klætt svörtu flaueli niður að ökklum og undarlegum risa leðurbomsum. hægt er að kaupa gaddabelti og allskonar frekar drungalega hluti, beinagrindarboli, beinagrindahringa og allskonar svona. það sem okkur fannst samt merkilegra en allt annað voru miðar um allt þar sem boðaður var fundur. sem er svosem ekki merkilegt ef ekki væri fyrir það að fundurinn var einungis ætlaður þeim sem telja sig vera þessir sem vaka um nætur, drekka rauða vökvann sem er innan æðakerfis okkar og nafnið hefst með vamp og endar með rur. þið vitið... það skemmtilegasta er að það er virkilega til lið sem telur sig tilheyra þeim. gott ef við börðum ekki nokkrar augum.
gærkveldinu var eytt við glaum og gleði innan heimilis frænku makans og maka hennar. þar var borðað margt gott og drukkið margt skemmtilegt og frændsystkinin og við hin dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. glatt lið eins og flestir samlandar þeirra.
munið þið eftir konunni sem sofnar þegar eitthvað er fyndið? konan atarna skilst okkur er hætt að hlæja og þessa dagana gerir greyið ekki annað en að væla, grenja... er ekki til fallegra kommulaust orð yfir þetta?
nema hvað... aumingja konan er orðin þung og leið, enda ekki auðvelt að eiga barn sem mun sennilega ekki verða mjög fullorðinn. það er örugglega það erfiðasta sem mannskepnan þarf að eiga við.
nema hvað... ef við heyrumst ekki fyrr en við leggjum af stað heyrumst við bara þegar heim er komið.
hasta la vista amigos!
deginum var eytt við göngu og skoðun þar sem chopo markaðurinn er staðsettur. hann er bara laugardagsmarkaður. chopo er eldgamall og þekktur fyrir að vera samsafn af allskonar furðufuglum. þar er mikið um pönkara, lið með skrautlegt litað höfuðleður, undarlegar greiðslur, eyrnalokkahelling um allt höfuðið og þungarokkara. einnig er skemmtilega mikið af svokölluðu goth liði sem er svart kringum augun, með svartar varir og neglur og er klætt svörtu flaueli niður að ökklum og undarlegum risa leðurbomsum. hægt er að kaupa gaddabelti og allskonar frekar drungalega hluti, beinagrindarboli, beinagrindahringa og allskonar svona. það sem okkur fannst samt merkilegra en allt annað voru miðar um allt þar sem boðaður var fundur. sem er svosem ekki merkilegt ef ekki væri fyrir það að fundurinn var einungis ætlaður þeim sem telja sig vera þessir sem vaka um nætur, drekka rauða vökvann sem er innan æðakerfis okkar og nafnið hefst með vamp og endar með rur. þið vitið... það skemmtilegasta er að það er virkilega til lið sem telur sig tilheyra þeim. gott ef við börðum ekki nokkrar augum.
gærkveldinu var eytt við glaum og gleði innan heimilis frænku makans og maka hennar. þar var borðað margt gott og drukkið margt skemmtilegt og frændsystkinin og við hin dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. glatt lið eins og flestir samlandar þeirra.
munið þið eftir konunni sem sofnar þegar eitthvað er fyndið? konan atarna skilst okkur er hætt að hlæja og þessa dagana gerir greyið ekki annað en að væla, grenja... er ekki til fallegra kommulaust orð yfir þetta?
nema hvað... aumingja konan er orðin þung og leið, enda ekki auðvelt að eiga barn sem mun sennilega ekki verða mjög fullorðinn. það er örugglega það erfiðasta sem mannskepnan þarf að eiga við.
nema hvað... ef við heyrumst ekki fyrr en við leggjum af stað heyrumst við bara þegar heim er komið.
hasta la vista amigos!
föstudagur, október 19, 2007
beint fyrir framan tengdaforeldraheimilið þar sem við erum þessa dagana er gömul bygging, tveggja hæða. það var fallegt heimili fyrir löngu en hefur verið fullt af allskonar blönku liði eftir að eigendurnir hurfu yfir þokuna miklu og skildu ekki eftir sig erfðaskjöl. þarna bjuggu tvær gamlar systur lengi vel. um daginn var fullt af brunaliði og lögreglu fyrir utan. seinna fengum við að vita hvað hafði gerst. gömlu systurnar höfðu farið að sofa ekki vitandi af gasleka innan heimilisins. þær vöknuðu ekki aftur. greyin.
fyrir neðan þeirra hæð er rakarastofa rakarans sem ferðaðist einnig til himna um daginn. (þarna er kommuleysið að bögga mig)
semsagt, mikil sorg hinumegin við götuna.
einu sinni var við hlið heimilis tengdaforeldranna karl sem var kallaður el aleman, sem er einhver sem er samlandi nasistanna ef nafnið er yfirfært og aðlagað okkar tungu. hann hafði byggt kofa samsettan af allskonar drasli sem hann kallaði heimili sitt. synir hans bjuggu fyrir utan kofann og heimili þeirra var gamalt bilað farartæki. pabbinn settist stundum við götuna og seldi skran, gömul föt og fleira svoleiðis. synirnir keyptu svo eiturlyf fyrir peninginn. einn ekki slæman veðurdag bar einhver eld að farartækinu og eftir það veit enginn um ferðir feðganna. kofi karlsins er horfinn og staðnum hefur verið breytt svo að þar komist fyrir farartæki til geymslu. maður saknar þess gamla stundum...amk ef einhver spyr mig. er samt ekki viss um að tengdaforeldrarnir hafi sömu skoðun.
um daginn, fyrir um viku, fjölluðu fjölmiðlar landsins um mannætu sem var handtekin innan borgarinnar. hann drap ungar konur og skar þær svo niður til að borða. hann var hrifnastur af rassakjöti. þetta þykir mörgum sannarlega undarleg hegðun. megi hann rotna bak við hmmm.... nei. megi honum farnast mjög illa.
mikið er gott að það skuli ekki vera margir svona illa klikkaðir heima.
systir tengdapabbans sem heldur heimili sitt fyrir neðan okkur heitir tina. kölluð tia tina. tia er sama og frænka. tina talar rosalega mikið alltaf. svo mikið að við erum farin að reyna að læðast inn þegar kerla er heima svo að við verðum ekki veidd og þurfum þar af leiðandi ekki að eyða heilu klukkustundunum við spjall um allt og ekkert. aðallega um barnabörnin hennar og allt sem þeim viðkemur, hnerra, magaverki, mataræði og margt fleira spennandi. stundum grætur tina þegar rifjast upp fyrir henni sögur af syninum sem datt ofanaf fjalli og fannst frosinn. önnur sorgleg saga.
það getur stundum verið ofsalega þreytt að tala við manneskjur sem halda uppi einræðu um sitt og þeirra tilveru endalaust. orkusugur kallast þær. tia tina er orkusuga. en samt alveg besta skinn. seisei.
mosul er hin systirin sem lifir einnig þarna niðri. þetta eru nefnilega 3 heimili. mosul þykir mjög vænt um köttinn sinn og soninn sem er ungur læknir. mosul er ogguponku eins og amma. nema bara meira undarleg.
jamm og jæja. klukkan er orðin margt og það er best að fara að sofa. þið eruð að fara að vakna...hehe... klukkan er 7:30 heima.
gleðilegan föstudag!
fyrir neðan þeirra hæð er rakarastofa rakarans sem ferðaðist einnig til himna um daginn. (þarna er kommuleysið að bögga mig)
semsagt, mikil sorg hinumegin við götuna.
einu sinni var við hlið heimilis tengdaforeldranna karl sem var kallaður el aleman, sem er einhver sem er samlandi nasistanna ef nafnið er yfirfært og aðlagað okkar tungu. hann hafði byggt kofa samsettan af allskonar drasli sem hann kallaði heimili sitt. synir hans bjuggu fyrir utan kofann og heimili þeirra var gamalt bilað farartæki. pabbinn settist stundum við götuna og seldi skran, gömul föt og fleira svoleiðis. synirnir keyptu svo eiturlyf fyrir peninginn. einn ekki slæman veðurdag bar einhver eld að farartækinu og eftir það veit enginn um ferðir feðganna. kofi karlsins er horfinn og staðnum hefur verið breytt svo að þar komist fyrir farartæki til geymslu. maður saknar þess gamla stundum...amk ef einhver spyr mig. er samt ekki viss um að tengdaforeldrarnir hafi sömu skoðun.
um daginn, fyrir um viku, fjölluðu fjölmiðlar landsins um mannætu sem var handtekin innan borgarinnar. hann drap ungar konur og skar þær svo niður til að borða. hann var hrifnastur af rassakjöti. þetta þykir mörgum sannarlega undarleg hegðun. megi hann rotna bak við hmmm.... nei. megi honum farnast mjög illa.
mikið er gott að það skuli ekki vera margir svona illa klikkaðir heima.
systir tengdapabbans sem heldur heimili sitt fyrir neðan okkur heitir tina. kölluð tia tina. tia er sama og frænka. tina talar rosalega mikið alltaf. svo mikið að við erum farin að reyna að læðast inn þegar kerla er heima svo að við verðum ekki veidd og þurfum þar af leiðandi ekki að eyða heilu klukkustundunum við spjall um allt og ekkert. aðallega um barnabörnin hennar og allt sem þeim viðkemur, hnerra, magaverki, mataræði og margt fleira spennandi. stundum grætur tina þegar rifjast upp fyrir henni sögur af syninum sem datt ofanaf fjalli og fannst frosinn. önnur sorgleg saga.
það getur stundum verið ofsalega þreytt að tala við manneskjur sem halda uppi einræðu um sitt og þeirra tilveru endalaust. orkusugur kallast þær. tia tina er orkusuga. en samt alveg besta skinn. seisei.
mosul er hin systirin sem lifir einnig þarna niðri. þetta eru nefnilega 3 heimili. mosul þykir mjög vænt um köttinn sinn og soninn sem er ungur læknir. mosul er ogguponku eins og amma. nema bara meira undarleg.
jamm og jæja. klukkan er orðin margt og það er best að fara að sofa. þið eruð að fara að vakna...hehe... klukkan er 7:30 heima.
gleðilegan föstudag!
fimmtudagur, október 18, 2007
mikið er gaman hvað mörgum finnst gaman að við höfum sett stefnuna að ströndum klakans. við erum öll farin að hlakka til. eins gott að vera dugleg að reyna að rækta öll samböndin og hafa gaman af tilverunni hvort sem það er heitt veður eða ekki. gott ef það er ekki sniðugt að skreppa af landi brott af og til svo að maður finni fyrir væntumþykju allra sem við umgöngumst daglega og ekki jafn daglega. það er hollt fyrir hjartavöðvann. það vill oft gleymast þegar daglega amstrið yfirtekur mann að leyfa öllum að vita hvað maður hefur gaman af að þekkja þau.
þessum miðvikudegi eyddum við fjölskyldan mest megnis uppi þar sem þakið er við að hlaupa um næstum berrössuð og bleyta hvert annað með vatnsgusum. það var mikið hlegið og mikið gaman og við erum brennd. svo eyddum við peningum við að kaupa okkur föt sem kosta mikið minna en heima og okkur vantaði. það er gaman að kaupa föt. seisei.
það verður margt gert þangað til við höldum heimleiðis. matarboð og fleira skemmtilegt. það verður erfitt að kveðja.
en gaman að koma heim og heilsa kuldabola og vinum hans.
þessum miðvikudegi eyddum við fjölskyldan mest megnis uppi þar sem þakið er við að hlaupa um næstum berrössuð og bleyta hvert annað með vatnsgusum. það var mikið hlegið og mikið gaman og við erum brennd. svo eyddum við peningum við að kaupa okkur föt sem kosta mikið minna en heima og okkur vantaði. það er gaman að kaupa föt. seisei.
það verður margt gert þangað til við höldum heimleiðis. matarboð og fleira skemmtilegt. það verður erfitt að kveðja.
en gaman að koma heim og heilsa kuldabola og vinum hans.
þriðjudagur, október 16, 2007
um eftirmiðdaginn erum við að fara að borða með langafanum sem er 91 vetra gamall. það verður gaman. samt er erfitt að kaupa gjafir handa sumum sem eiga allt og nota sama og ekkert af hlutum. karlinn geymir sokka og sloppa og allskonar hluti sem honum hafa verið gefnir enn niðurpakkaða. þess vegna keyptum við lesefni fyrir hann, enda skilst okkur að hann lesi allt sem hann kemur höndum yfir.
miðbær höfuðborgarinnar hefur verið tæmdur. engir farandsölumenn mega setja upp tjöldin þar sem þeir hafa selt skran og eftirhermugeisladiska lengi vel. miðbærinn er allur annar, hægt er að skoða fallegu byggingarnar sem eru þar og einnig er auðveldara að ganga um göturnar. það er mikið af fallegum byggingum og sögulegum þarna sem vel er þess virði að skoða vel og vandlega.
merkilegt hvernig maður er alltaf öfugur. þegar við erum heima langar mig ekki að fara þaðan, en þegar nær dregur heimför langar mig alveg að vera lengur. ruglað.
frumburðurinn er samt hinn glaðasti, hlakkar til að fara að spila körfubolta og hitta vinina.
mig grunar að þetta muni vera spurning um að eiga heima þar sem hlutirnir eru einfaldir = heima, og ferðast svo bara eins mikið og hægt er þangað sem hitinn er og volg hafgolan. mig grunar það.
um daginn vann makinn einhverskonar happdrætti. vinningurinn var litun og klipping. gærdagurinn var þess vegna tileinkaður lubbalitun minni. það var aldeilis flott.
eftir nokkrar klukkustundir leggur systirin af stað heim til að syngja. leitt að missa af skemmtuninni. eftir tæpa viku munum við hittast þar sem systirin lærir. það verður gaman. við hlökkum mikið til.
það er erfiðara en það virðist að skrifa kommulaust.
en það venst...
miðbær höfuðborgarinnar hefur verið tæmdur. engir farandsölumenn mega setja upp tjöldin þar sem þeir hafa selt skran og eftirhermugeisladiska lengi vel. miðbærinn er allur annar, hægt er að skoða fallegu byggingarnar sem eru þar og einnig er auðveldara að ganga um göturnar. það er mikið af fallegum byggingum og sögulegum þarna sem vel er þess virði að skoða vel og vandlega.
merkilegt hvernig maður er alltaf öfugur. þegar við erum heima langar mig ekki að fara þaðan, en þegar nær dregur heimför langar mig alveg að vera lengur. ruglað.
frumburðurinn er samt hinn glaðasti, hlakkar til að fara að spila körfubolta og hitta vinina.
mig grunar að þetta muni vera spurning um að eiga heima þar sem hlutirnir eru einfaldir = heima, og ferðast svo bara eins mikið og hægt er þangað sem hitinn er og volg hafgolan. mig grunar það.
um daginn vann makinn einhverskonar happdrætti. vinningurinn var litun og klipping. gærdagurinn var þess vegna tileinkaður lubbalitun minni. það var aldeilis flott.
eftir nokkrar klukkustundir leggur systirin af stað heim til að syngja. leitt að missa af skemmtuninni. eftir tæpa viku munum við hittast þar sem systirin lærir. það verður gaman. við hlökkum mikið til.
það er erfiðara en það virðist að skrifa kommulaust.
en það venst...
mánudagur, október 15, 2007
ætli maður verði ekki bara að reyna að notast aðeins við orð sem innihalda ekki kommur yfir stafi. það ætti svo sem að vera hægt að redda hlutunum þannig einhvernvegin.
var að enda við kvikmynd sem heitir the great global warming swindle. það er heimildamynd. myndin varð þess valdandi að maður byrjar að efast. það er mikilvægt að vera hlutlaus þegar maður er fjölmiðill. hryssan er að vissu leyti einhverskonar fjölmiðill og þess vegna verður að gæta hlutleysis stundum, ef ekki oftast. vegna þess mælum við með að allir skoði samhliða kvikmynd al gores sem heitir the inconvenient truth og ofantalda mynd.
texti dagsins hefur verið ritaður algerlega laus við kommunotkun, enda eru þær enn bilaðar. enn hefur engum tekist að leysa hinn dularfulla lyklaborðsvanda. en það mun gerast. vissulega eru allir vissir um það. og vonum hið besta. annars verður allur texti eftir þennan dag frekar undarlegur þar sem endalaust verður leitast við að losna við kommur.
fjandakornið hvað þetta er mikið afrek. finnst ykkur það ekki?
var að enda við kvikmynd sem heitir the great global warming swindle. það er heimildamynd. myndin varð þess valdandi að maður byrjar að efast. það er mikilvægt að vera hlutlaus þegar maður er fjölmiðill. hryssan er að vissu leyti einhverskonar fjölmiðill og þess vegna verður að gæta hlutleysis stundum, ef ekki oftast. vegna þess mælum við með að allir skoði samhliða kvikmynd al gores sem heitir the inconvenient truth og ofantalda mynd.
texti dagsins hefur verið ritaður algerlega laus við kommunotkun, enda eru þær enn bilaðar. enn hefur engum tekist að leysa hinn dularfulla lyklaborðsvanda. en það mun gerast. vissulega eru allir vissir um það. og vonum hið besta. annars verður allur texti eftir þennan dag frekar undarlegur þar sem endalaust verður leitast við að losna við kommur.
fjandakornið hvað þetta er mikið afrek. finnst ykkur það ekki?
sunnudagur, október 14, 2007
það er eitthvað virkilega skr´´ytið ´´i gangi með kommutakkann minn. eins og s´´est koma tvær kommur ´´a undan stafnum en ekkert yfir hann, sama hvað ´´eg pikka. þetta var bara allt ´´i einu svona ´´i gær. ´´eg er b´´uin að pr´´ofa að skipta um tungum´´al en allt kemur fyrir ekkert. kommutakkinn gerir bara eina kommu þegar ´´eg hef lyklaborðið ´´a ensku, en ´´a ensku eru ekki kommur yfir stöfum svo að það virkar ekki. danska lyklaborðið er allt öðruv´´isi og þar koma tveir tv´´ipunktar ´´i staðin, en ekki ´´a sama takka. ´´a spænsku virkar þetta alveg eins og ´´a ´´islensku. en það sem er skr´´ytnast er að það kemur bara ein komma ´´a sama takka þegar lyklaborðið er ´´a ensku, nema bara ekki yfir stafinn. ´´eg er b´´uin að vera að djöflast ´´i control panel og öllu sem m´´er dettur ´´i hug til að laga þetta en er alveg orðin pass. og þetta er eins ´´i word. og ´´eg þarf að fara að skrifa ritgerðir og ´´i ritgerðir þarf kommur.
hj´´alp?
hj´´alp?
föstudagur, október 12, 2007
kommurnar m´´inar eru bilaðar... sj´´aðu. svo að ´´eg held að ´´eg skrifi h´´eðanaf bara kommulaust þangað til þetta lagast.
það er greinilega ymislegt að gerast i raðhusinu i tjörninni. ætti maður að skella ser i politik ef eg finn enga aðra vinnu? hmmm...alþingi og svona...
en fyrst er eg að hugsa um að skella mer i bæinn þvi þar er bokamarkaður og mer finnst svaka gaman að kaupa bækur.
er að dæla inn nokkrum myndum ur ferðinni.
það er greinilega ymislegt að gerast i raðhusinu i tjörninni. ætti maður að skella ser i politik ef eg finn enga aðra vinnu? hmmm...alþingi og svona...
en fyrst er eg að hugsa um að skella mer i bæinn þvi þar er bokamarkaður og mer finnst svaka gaman að kaupa bækur.
er að dæla inn nokkrum myndum ur ferðinni.
fimmtudagur, október 11, 2007
hananú
við erum komin í hús. og ferðalagið var svona:
þegar við keyrðum útúr borginni lentum við í því sem virtist endalaus röð af bílum sem voru stopp. þar eyddum við rúmum klukkutíma þangað til við komumst áfram. það reyndist hafa orðið slys þar sem vörubíll hafði runnið yfir allan veginn, misst tvo gáma sem hann flutti og þeir slengdu til nokkrum minni bílum sem voru allir í steik. dapurlegt. en svo loksins komumst við til tlacotalpan sem er lítið mjög fallegt þorp sem liggur við vatn. þar gistum við á eina hótelinu í bænum sem hafði sundlaug, en dóttirin heimtaði að komast í sund. daginn eftir fórum við í siglingu um vatnið og fengum okkur að borða áður en við keyrðum áfram til villahermosa. þar fundum við líka hótel með sundlaug og dóttirin synti. um kvöldið fórum við foreldrarnir niður á hótelbarinn þar sem við fengum okkur bjór. áður en leið á löngu vorum við komin í hörkusamræður við tvo karla og annar þeirra reyndist vera eigandi hótelsins. hann var voða ánægður með að hafa talað í fyrsta sinn á æfinni við íslending. sem er svosem alveg merkilegt, miðað við höfðatölu.
frá villahermosa keyrðum við til palenque. og fundum hótel með sundlaug. í palenque vorum við í tvær nætur. á degi tvö fórum við að skoða pýramídana sem eru mjög merkilegir og urðu enn merkilegri við að hlusta á frásögn hans victors sem er gamall leiðsögumaður á svæðinu. hann hefur stúderað hvert einasta grjót í palenque og hann útskýrði fyrir okkur kenningar sínar um að þarna hafi ekki bara verið maya indíánar heldur indverjar, arabar, gyðingar og kínverjar. og honum tókst að sannfæra okkur, enda mjög lærður og lesinn um efnið.
núnú, svo fórum við að synda í fossum sem voru svolítið kaldir, en það var bara þægilegt af því að okkur var orðið ansi heitt. í palenque sáum við risastóra tarantúlu rölta yfir veg og svo sáum við þrjá apa uppí tré. það sem ég sá ekki voru allar helv... moskítóflugurnar sem héldu veislu á kálfunum á mér. en ég fyrirgef þeim af því að ég skil þær. ég er svo góð á bragðið...hehe...
frá palenque ætluðum við svo til coatzacoalcos en þegar við nálguðumst sáum við að það er ljót iðnaðarborg og ekkert nema strompar og sullumall svo að við héldum áfram og alla leið til veracruz. þar fundum við hótel með sundlaug á þakinu. það var vinsælt. og dóttirin fór að synda. í veracruz skoðuðum við fiskadýragarðinn...eða hvað það nú heitir, svona acuario, þar sem við sáum hákarla, humar, risaskjaldbökur og allskonar stærðir og gerðir af fiskum. og svo keyrðum við heim.
núna erum við að þvo þvott og slaka á.
þetta var mikil keyrsla og við hefðum alveg getað hugsað okkur að vera lengur og fara lengra, en afkvæmin höfðu einhverra hluta vegna ekki þolinmæði í meira í bili. þrátt fyrir allar sundlaugarnar.
núna er ég of löt, en á morgun ætla ég að setja myndir á myndasíðuna mína.
hasta la vista baby
við erum komin í hús. og ferðalagið var svona:
þegar við keyrðum útúr borginni lentum við í því sem virtist endalaus röð af bílum sem voru stopp. þar eyddum við rúmum klukkutíma þangað til við komumst áfram. það reyndist hafa orðið slys þar sem vörubíll hafði runnið yfir allan veginn, misst tvo gáma sem hann flutti og þeir slengdu til nokkrum minni bílum sem voru allir í steik. dapurlegt. en svo loksins komumst við til tlacotalpan sem er lítið mjög fallegt þorp sem liggur við vatn. þar gistum við á eina hótelinu í bænum sem hafði sundlaug, en dóttirin heimtaði að komast í sund. daginn eftir fórum við í siglingu um vatnið og fengum okkur að borða áður en við keyrðum áfram til villahermosa. þar fundum við líka hótel með sundlaug og dóttirin synti. um kvöldið fórum við foreldrarnir niður á hótelbarinn þar sem við fengum okkur bjór. áður en leið á löngu vorum við komin í hörkusamræður við tvo karla og annar þeirra reyndist vera eigandi hótelsins. hann var voða ánægður með að hafa talað í fyrsta sinn á æfinni við íslending. sem er svosem alveg merkilegt, miðað við höfðatölu.
frá villahermosa keyrðum við til palenque. og fundum hótel með sundlaug. í palenque vorum við í tvær nætur. á degi tvö fórum við að skoða pýramídana sem eru mjög merkilegir og urðu enn merkilegri við að hlusta á frásögn hans victors sem er gamall leiðsögumaður á svæðinu. hann hefur stúderað hvert einasta grjót í palenque og hann útskýrði fyrir okkur kenningar sínar um að þarna hafi ekki bara verið maya indíánar heldur indverjar, arabar, gyðingar og kínverjar. og honum tókst að sannfæra okkur, enda mjög lærður og lesinn um efnið.
núnú, svo fórum við að synda í fossum sem voru svolítið kaldir, en það var bara þægilegt af því að okkur var orðið ansi heitt. í palenque sáum við risastóra tarantúlu rölta yfir veg og svo sáum við þrjá apa uppí tré. það sem ég sá ekki voru allar helv... moskítóflugurnar sem héldu veislu á kálfunum á mér. en ég fyrirgef þeim af því að ég skil þær. ég er svo góð á bragðið...hehe...
frá palenque ætluðum við svo til coatzacoalcos en þegar við nálguðumst sáum við að það er ljót iðnaðarborg og ekkert nema strompar og sullumall svo að við héldum áfram og alla leið til veracruz. þar fundum við hótel með sundlaug á þakinu. það var vinsælt. og dóttirin fór að synda. í veracruz skoðuðum við fiskadýragarðinn...eða hvað það nú heitir, svona acuario, þar sem við sáum hákarla, humar, risaskjaldbökur og allskonar stærðir og gerðir af fiskum. og svo keyrðum við heim.
núna erum við að þvo þvott og slaka á.
þetta var mikil keyrsla og við hefðum alveg getað hugsað okkur að vera lengur og fara lengra, en afkvæmin höfðu einhverra hluta vegna ekki þolinmæði í meira í bili. þrátt fyrir allar sundlaugarnar.
núna er ég of löt, en á morgun ætla ég að setja myndir á myndasíðuna mína.
hasta la vista baby
föstudagur, október 05, 2007
loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir.
við erum að leggja af stað í ferðalagið. í fyrramálið, á föstudagsmorgni, verður lagt af stað. við ætlum til Tlacotalpan, Catemaco, Palenque og á fleiri staði. heimkoma ekki ákveðin.
ég mun láta frá mér heyra þegar ég kemst í rafmagn, símalínur og nettengingu og leyfa þeim sem heyra vilja hvað á daga okkar drífur. dríf mig að því.
annars bið ég bara að heilsa þeim sem heilsu vilja og vona að þið hafið það gott í fjarveru minni.
nú og svo verða auðvitað myndir.
bless á meðan mitt kæra fólk.
við erum að leggja af stað í ferðalagið. í fyrramálið, á föstudagsmorgni, verður lagt af stað. við ætlum til Tlacotalpan, Catemaco, Palenque og á fleiri staði. heimkoma ekki ákveðin.
ég mun láta frá mér heyra þegar ég kemst í rafmagn, símalínur og nettengingu og leyfa þeim sem heyra vilja hvað á daga okkar drífur. dríf mig að því.
annars bið ég bara að heilsa þeim sem heilsu vilja og vona að þið hafið það gott í fjarveru minni.
nú og svo verða auðvitað myndir.
bless á meðan mitt kæra fólk.
fimmtudagur, október 04, 2007
í dag fórum við í dýragarðinn. um leið og við gengum inn í garðinn heyrðist hátt óp. það reyndist koma frá dóttur minni sem á óskiljanlegan hátt tókst að verða bitin af geitungi fremst í baugfingur hægri handar. eitthvað hefur hún verið að sveifla þeim blessunin. eftir mikil óp og gól róaðist stemmingin og dýragarðsheimsóknin gat haldið áfram. við sáum gíraffa, nashyrninga, fíla, hlébarða (ef það er ekki það sama og blettatígur þá sáum við blettatígur líka), tígrisdýr, ísbjörn, pandabirni, hinsegin birni, górillur, mörgæsir, órangútan, simpansa, flóðhesta, úlfalda, buffalóa (sem er líka gælunafn systur minnar þegar hún er reið..hehe), antílópur og allskonar önnur dýr sem ég man ekki hvað heita. jú lemúra, bavíana, flamengóa, strúta, úlfa og margt annað. ljónin földu sig svo að við sáum þau ekki.
þegar við komum heim var það eina sem mundum eftir lítill skitinn geitungur.
þegar við komum heim var það eina sem mundum eftir lítill skitinn geitungur.
þriðjudagur, október 02, 2007
veikindi frumburðarins urðu til ferðalagsfrestunar. sjáum til hvernig fer á næstu dögum.
í gær fórum við með frændfólki að horfa á fótboltaleik í estadio azteca. keppinautarnir voru el américa og cruz azul. við megum víst ekki halda með gula liðinu, el américa, af því að þeir eru erkifjendur los chivas sem eru liðið sem þessi fjölskylda heldur með. hálfgerður káerringakomplex einhver.
ég hef aldrei skilið vel þetta með fótboltabrjálæðisuppáhaldslið, en hélt samt með hinum bláu bara svona til að halda friðinn. frumburðurinn var yfir sig ánægður að horfa á leik á svona ,,alvöru" velli, en það komast víst um 120 þúsund manns í sæti á þessum velli...skilst mér. það er rúmlega nokkrum sinnum góður sautjándi júní. og allir í stuði. það er ákveðin stemming á svona dótaríi, ég verð að viðurkenna að ég smitaðist með og öskraði gooooooool þegar mínir skoruðu. leikurinn fór 2-2 svo að engin slagsmál urðu eða aðrir eftirmálar. sem er gott. svolítið heitt og sprengihætt blóðið í mexíkönum þegar þeir eru upptrekktir í fótboltagírnum.
nema hvað... tacosin og bjórinn bragðaðist vel, en nú er bara næst að passa frumburðinn.
í gær fórum við með frændfólki að horfa á fótboltaleik í estadio azteca. keppinautarnir voru el américa og cruz azul. við megum víst ekki halda með gula liðinu, el américa, af því að þeir eru erkifjendur los chivas sem eru liðið sem þessi fjölskylda heldur með. hálfgerður káerringakomplex einhver.
ég hef aldrei skilið vel þetta með fótboltabrjálæðisuppáhaldslið, en hélt samt með hinum bláu bara svona til að halda friðinn. frumburðurinn var yfir sig ánægður að horfa á leik á svona ,,alvöru" velli, en það komast víst um 120 þúsund manns í sæti á þessum velli...skilst mér. það er rúmlega nokkrum sinnum góður sautjándi júní. og allir í stuði. það er ákveðin stemming á svona dótaríi, ég verð að viðurkenna að ég smitaðist með og öskraði gooooooool þegar mínir skoruðu. leikurinn fór 2-2 svo að engin slagsmál urðu eða aðrir eftirmálar. sem er gott. svolítið heitt og sprengihætt blóðið í mexíkönum þegar þeir eru upptrekktir í fótboltagírnum.
nema hvað... tacosin og bjórinn bragðaðist vel, en nú er bara næst að passa frumburðinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)