þriðjudagur, október 02, 2007

veikindi frumburðarins urðu til ferðalagsfrestunar. sjáum til hvernig fer á næstu dögum.
í gær fórum við með frændfólki að horfa á fótboltaleik í estadio azteca. keppinautarnir voru el américa og cruz azul. við megum víst ekki halda með gula liðinu, el américa, af því að þeir eru erkifjendur los chivas sem eru liðið sem þessi fjölskylda heldur með. hálfgerður káerringakomplex einhver.
ég hef aldrei skilið vel þetta með fótboltabrjálæðisuppáhaldslið, en hélt samt með hinum bláu bara svona til að halda friðinn. frumburðurinn var yfir sig ánægður að horfa á leik á svona ,,alvöru" velli, en það komast víst um 120 þúsund manns í sæti á þessum velli...skilst mér. það er rúmlega nokkrum sinnum góður sautjándi júní. og allir í stuði. það er ákveðin stemming á svona dótaríi, ég verð að viðurkenna að ég smitaðist með og öskraði gooooooool þegar mínir skoruðu. leikurinn fór 2-2 svo að engin slagsmál urðu eða aðrir eftirmálar. sem er gott. svolítið heitt og sprengihætt blóðið í mexíkönum þegar þeir eru upptrekktir í fótboltagírnum.

nema hvað... tacosin og bjórinn bragðaðist vel, en nú er bara næst að passa frumburðinn.

Engin ummæli: