fimmtudagur, október 18, 2007

mikið er gaman hvað mörgum finnst gaman að við höfum sett stefnuna að ströndum klakans. við erum öll farin að hlakka til. eins gott að vera dugleg að reyna að rækta öll samböndin og hafa gaman af tilverunni hvort sem það er heitt veður eða ekki. gott ef það er ekki sniðugt að skreppa af landi brott af og til svo að maður finni fyrir væntumþykju allra sem við umgöngumst daglega og ekki jafn daglega. það er hollt fyrir hjartavöðvann. það vill oft gleymast þegar daglega amstrið yfirtekur mann að leyfa öllum að vita hvað maður hefur gaman af að þekkja þau.

þessum miðvikudegi eyddum við fjölskyldan mest megnis uppi þar sem þakið er við að hlaupa um næstum berrössuð og bleyta hvert annað með vatnsgusum. það var mikið hlegið og mikið gaman og við erum brennd. svo eyddum við peningum við að kaupa okkur föt sem kosta mikið minna en heima og okkur vantaði. það er gaman að kaupa föt. seisei.

það verður margt gert þangað til við höldum heimleiðis. matarboð og fleira skemmtilegt. það verður erfitt að kveðja.
en gaman að koma heim og heilsa kuldabola og vinum hans.

Engin ummæli: