sunnudagur, október 28, 2007

amma gefur alltaf gott að borða. deginum var eytt við ömmuborð að borða kræsingar miklar og spjalla við frændur og frænkur. það var gaman.

gærkveldinu var eytt innanum skemmtilegt lið sem eldaði fyrir mig. það var mjög gaman. fyrst borðuðum við humar sem var með miklum garlic, eins og það kallast sumstaðar erlendis... og munnur minn lyktar illa eins og er...hehe...en það var þess virði samt enda gott bragðið. svo fengum við læri sem hafði verið nokkrum klukkustundum of lengi grillað og var eiginlega meira kol en læri. en það var allaveganna skemmtilegasta læri sem við höfðum fengið. við urðum hvort eð er södd af meðlætinu og humrinum svo að lærisbruninn skemmdi ekkert fyrir, skemmti bara fyrir ef eitthvað var. þetta er svo allt einhvernvegin fyndnara þegar maður veit að það var stærðfræðikennarinn sem misreiknaði sig við grillið...hehe
en þetta var mjög gaman. seisei.

svo er bara að byrja að redda hinu og þessu til að auðvelda heimkomuna og aðlögunina.
plan morgundagsins er m.a. að reyna að finna tölvugaur sem kann að laga kommuvandræðin svo að maður fari ekki yfirum. svo þarf að sækja um vinnu hingað og þangað og byrja að skipuleggja sig aftur.

Engin ummæli: