föstudagur, október 19, 2007

beint fyrir framan tengdaforeldraheimilið þar sem við erum þessa dagana er gömul bygging, tveggja hæða. það var fallegt heimili fyrir löngu en hefur verið fullt af allskonar blönku liði eftir að eigendurnir hurfu yfir þokuna miklu og skildu ekki eftir sig erfðaskjöl. þarna bjuggu tvær gamlar systur lengi vel. um daginn var fullt af brunaliði og lögreglu fyrir utan. seinna fengum við að vita hvað hafði gerst. gömlu systurnar höfðu farið að sofa ekki vitandi af gasleka innan heimilisins. þær vöknuðu ekki aftur. greyin.
fyrir neðan þeirra hæð er rakarastofa rakarans sem ferðaðist einnig til himna um daginn. (þarna er kommuleysið að bögga mig)
semsagt, mikil sorg hinumegin við götuna.

einu sinni var við hlið heimilis tengdaforeldranna karl sem var kallaður el aleman, sem er einhver sem er samlandi nasistanna ef nafnið er yfirfært og aðlagað okkar tungu. hann hafði byggt kofa samsettan af allskonar drasli sem hann kallaði heimili sitt. synir hans bjuggu fyrir utan kofann og heimili þeirra var gamalt bilað farartæki. pabbinn settist stundum við götuna og seldi skran, gömul föt og fleira svoleiðis. synirnir keyptu svo eiturlyf fyrir peninginn. einn ekki slæman veðurdag bar einhver eld að farartækinu og eftir það veit enginn um ferðir feðganna. kofi karlsins er horfinn og staðnum hefur verið breytt svo að þar komist fyrir farartæki til geymslu. maður saknar þess gamla stundum...amk ef einhver spyr mig. er samt ekki viss um að tengdaforeldrarnir hafi sömu skoðun.

um daginn, fyrir um viku, fjölluðu fjölmiðlar landsins um mannætu sem var handtekin innan borgarinnar. hann drap ungar konur og skar þær svo niður til að borða. hann var hrifnastur af rassakjöti. þetta þykir mörgum sannarlega undarleg hegðun. megi hann rotna bak við hmmm.... nei. megi honum farnast mjög illa.
mikið er gott að það skuli ekki vera margir svona illa klikkaðir heima.

systir tengdapabbans sem heldur heimili sitt fyrir neðan okkur heitir tina. kölluð tia tina. tia er sama og frænka. tina talar rosalega mikið alltaf. svo mikið að við erum farin að reyna að læðast inn þegar kerla er heima svo að við verðum ekki veidd og þurfum þar af leiðandi ekki að eyða heilu klukkustundunum við spjall um allt og ekkert. aðallega um barnabörnin hennar og allt sem þeim viðkemur, hnerra, magaverki, mataræði og margt fleira spennandi. stundum grætur tina þegar rifjast upp fyrir henni sögur af syninum sem datt ofanaf fjalli og fannst frosinn. önnur sorgleg saga.
það getur stundum verið ofsalega þreytt að tala við manneskjur sem halda uppi einræðu um sitt og þeirra tilveru endalaust. orkusugur kallast þær. tia tina er orkusuga. en samt alveg besta skinn. seisei.
mosul er hin systirin sem lifir einnig þarna niðri. þetta eru nefnilega 3 heimili. mosul þykir mjög vænt um köttinn sinn og soninn sem er ungur læknir. mosul er ogguponku eins og amma. nema bara meira undarleg.

jamm og jæja. klukkan er orðin margt og það er best að fara að sofa. þið eruð að fara að vakna...hehe... klukkan er 7:30 heima.
gleðilegan föstudag!

Engin ummæli: