þriðjudagur, október 30, 2007

svo virðist sem maður komist ekki að þar sem maður vill vinna... vissi það svosem nokkurnvegin. svekkjandi samt. en það verður bara að koma með kalda vatninu. svona gerist þegar drullað er upp bakhliðina, eins og þar stendur.

það er ekki margt að gerast þessa dagana. bara þvo þvott og skoða fönnina og dreyma um skemmtileg verkefni. reyndar væri ekkert vitlaust að reyna að grafa upp kuldagallana og það innanum kassana sem eru staðsettir innan farartækjakofa ömmu minnar. ætli það verði ekki verkefni vikunnar. maður verður að fara að komast yfir höfuðfat.

hey, svo er frumburðurinn skotinn. það þykir oss spennandi og skemmtilegt. margskonar pælingar farnar að gerjast þar, enda að verða unglingur innan skamms. jeminn eini.

eruð þið ekki annars bara glöð?

Engin ummæli: