fimmtudagur, október 04, 2007

í dag fórum við í dýragarðinn. um leið og við gengum inn í garðinn heyrðist hátt óp. það reyndist koma frá dóttur minni sem á óskiljanlegan hátt tókst að verða bitin af geitungi fremst í baugfingur hægri handar. eitthvað hefur hún verið að sveifla þeim blessunin. eftir mikil óp og gól róaðist stemmingin og dýragarðsheimsóknin gat haldið áfram. við sáum gíraffa, nashyrninga, fíla, hlébarða (ef það er ekki það sama og blettatígur þá sáum við blettatígur líka), tígrisdýr, ísbjörn, pandabirni, hinsegin birni, górillur, mörgæsir, órangútan, simpansa, flóðhesta, úlfalda, buffalóa (sem er líka gælunafn systur minnar þegar hún er reið..hehe), antílópur og allskonar önnur dýr sem ég man ekki hvað heita. jú lemúra, bavíana, flamengóa, strúta, úlfa og margt annað. ljónin földu sig svo að við sáum þau ekki.

þegar við komum heim var það eina sem mundum eftir lítill skitinn geitungur.

Engin ummæli: