föstudagur, október 05, 2007

loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir.
við erum að leggja af stað í ferðalagið. í fyrramálið, á föstudagsmorgni, verður lagt af stað. við ætlum til Tlacotalpan, Catemaco, Palenque og á fleiri staði. heimkoma ekki ákveðin.
ég mun láta frá mér heyra þegar ég kemst í rafmagn, símalínur og nettengingu og leyfa þeim sem heyra vilja hvað á daga okkar drífur. dríf mig að því.
annars bið ég bara að heilsa þeim sem heilsu vilja og vona að þið hafið það gott í fjarveru minni.
nú og svo verða auðvitað myndir.

bless á meðan mitt kæra fólk.

Engin ummæli: