þessa dagana dreymir mig og dreymir. mig dreymir bæði á daginn og á næturnar. það er langt síðan mig hefur dreymt eitthvað að ráði, en núna er eins og það hafi verið kveikt á einhverjum draumafrumum sem voru steinsofandi (afsakið pönnið).
þetta er svosem allt í fínu, þetta eru engar martraðir, ósköp ljúfir og fínir draumar. en mig er alltaf að dreyma það sama. sama fólkið.
eini gallinn er að ég virðist enga stjórn hafa á þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli