miðvikudagur, júní 04, 2008

heima hjá mér er parkett. svosem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að parkettið er einhverra hluta vegna orðið að skautasvelli.
þá á ég ekki við að það sé frosið eða að við séum á skautum heima. ekki aldeilis. ó nei. held nú síður.
af óskiljanlegum ástæðum gerðist eitthvað í fyrradag og nú er gólfið heima hjá mér orðið svo sleipt að ég er oftar en ekki við það að renna á rassinn þegar ég til dæmis á leið á klósettið eða hvert sem er annað.
við vorum ekki að skúra með nýju bónefni. við vorum ekki að olíubera viðinn eða neitt. þetta varð bara svona. ég er alveg bit og pass.
góðu hliðarnar eru þær að ég er svakalega fljót til dyra og svo er ég að verða ansi góð í þrefaldri skrúfu með hælkrók og axlabeygju. ég er að hugsa um að fara að splæsa í glimmerbryddaðan spandexbúning með litlu pilsi.

Engin ummæli: