þetta var nú aldeilis fín vika. hún var svona:
dagur 1 - keyrt að laugarvatni og farið í sund. keyrt að geysi og tjaldað. grillað og bjór. skordýr veidd í glös og sleppt aftur nokkru síðar. flest lifðu af.
dagur 2 - tjaldið tekið saman og lítill kofi leigður af hótel geysi. siglt niður hvítá í fyndnum göllum. hoppað í ána sem var köld. etið og slappað af. leikið við bull dog nágranna okkar með krumpuð andlit.
dagur 3 - hestaferð inn í haukadalinn. er enn sár í rassi og þreytt í baki. keyrt í reykholt og legið í sundi. labbað í kringum hveri og inní skóg. álfar heimsóttir. grillað og bjór. leikið við hundana.
nótt 3 - lítið sofið vegna fluguskratta sem vildi endilega suða nálægt eyranu á mér. var of þreytt til að standa upp og buffa hana. hún lifði af. ég varla.
dagur 4 - morgunmatur etinn í sól og blíðu, pakkað niður, leikið við hundana og keyrt heim.
og nú lítur mín út eins og leðurjakki í framan vegna ofnotkunar á sól. þannig að ég er eiginlega rasssár leðurjakki í dag. en þetta var rosa gaman. útlönd hvað?
já og svo er ég víst að fara að útskrifast á morgun. var eiginlega búin að gleyma því þar sem skólanum lauk í desember. en jæja, alltaf gaman að útskrifast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli