mér sýnist við vera að fara í litla óundirbúna útilegu á morgun. stundum er allt eitthvað svo óundirbúið heima hjá mér. það er annað en hún litla ég. alltaf svo undirbúin.
en þá er bara að hafa það gaman. pakka niður einnota grillinu sem ég er búin að eiga...hmmm... í 4 ár og skella sundfötum og snjógalla í skottið á bláa bílnum sem var búinn til í mexíkó. honum er ennþá kalt enda vanur um 30 gráðum blessaður.
einhver sagði að suðurland væri málið þessa vikuna. en ef ég keyri í suður enda ég í sjónum. haaa... nú er ég áttavillt. er ég þá ekki að fara að keyra í austur? eða til hægri? miðað við landakortið er ég að fara til hægri.
sjáumst þá þegar ég kem aftur til vinstri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli