fimmtudagur, júní 19, 2008

við lalli jóns erum orðin mestu mátar. ég er alltaf að rekast á kauða út um allan bæ og alltaf heilsumst við. enda næstum nágrannar.
í dag sagði hann mér að lesa stjörnuspána sína. hann er meyja. börnin mín líka.

annars er ég búin að vera óvenjulega lítið klaufaleg undanfarið. hef alveg farið í fötin á réttunni og fátt misst útúr höndunum. svo hef ég lítið sem ekkert rekið mig í. sem er óvenjulegt. ætli ég sé eitthvað að þroskast?
vonandi ekki.

kannski er ég með athyglisbrest.
ég rek veitingastað, vinn á honum, er að undirbúa kennslu fyrir haustið, er með 5 manna heimili þessa dagana og var að fá tilboð um aukakennslu næsta vetur.
samt langar mig í smá krydd í tilveruna...

Engin ummæli: