tók mig til og las hverja einu og einustu færslu sem ég hef ritað í bloggið mitt frá fyrsta degi. hef aldrei gert það áður. það var svolítið eins og að lesa skrif eftir einhvern annan þar sem ég mundi fátt eftir flestu.en mér fannst eiginlega 22. júní2004 vera bestur.
skrýtið samt að mér fannst voða gaman að lesa þetta og ýmislegt rifjaðist upp en þegar nær dró deginum í dag, þeas því sem ég man eftir að hafa skrifað, því minna spennandi þótti mér lesturinn. sennilega lógískt.
eitthvað hef ég nú verið að endurtaka mig í gegnum tíðina. það er á hreinu. og mikið hef ég kvartað yfir því að vita ekki hvað ég á að skrifa um, hvað líf mitt er óspennandi eða öðrum asnalegum hlutum. samt hef ég einhvernvegin alltaf haldið áfram. mér sýnist ég þó hafa verið duglegri þegar ég var að vinna á skrifstofunni. sem segir kannski eitthvað um mig og skrifstofustörf.
en ef ég tek þessi ár saman eru þau í grófum dráttum svona:
ég hef keypt slatta af húsnæði.
ég hef skipt slatta um vinnu.
börnin mín hafa verið slatta oft veik.
mér hefur verið slatta oft illt í bakinu.
jaxlinn minn hefur slatta mikið verið að stríða mér.
mér hefur leiðst slatta oft.
ég hef samt gert slatta margt skemmtilegt líka.
en á morgun kemur semsagt bróðursonur makans sem er 19 ára til þess að vera hjá okkur í rúma tvo mánuði. ég drakk áfengi í gærkveld og er þar af leiðandi löt og þreytt en samviska mín leyfir mér ekki að sitja lengur aðgerðarlaus. ég hreinlega verð að taka til. verð. djöfuls rugl. eins og 19 ára strákum sé ekki sama hvort það er drasl í kringum þá eða ekki. en samt. ég var alin upp við að taka aldrei á móti fólki í annað en tandurhrein hús. og að fara í bað á þorláksmessu.
sem minnir mig á það. frumburðurinn er þessa dagana yfir sig hissa, undrandi og smeykur. hann var nefnilega að komast að því að allir, og þá meina ég allir, fá á endanum hár í rassinn. ekki á rassinn heldur í rassinn. þetta þykir kauða hrikalega óhugnaleg tilfinning og hann á bágt með að trúa að fallegar konur fái í alvörunni hár á milli rasskinnanna.
hah! segi ég nú bara. rassahár verða mjög líklega það síðasta sem þú hefur áhyggjur af þegar þú verður kominn með þau.
hvað segið þið annars gott?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli