miðvikudagur, maí 31, 2006
þetta er mynd sem ég tók í kirkjubúð.
vantar þig krossfestan krist í fullri stærð fyrir altarið þitt? ef svo er ertu komin á réttan stað...
annars fórum við að skoða pýramída í dag. klifruðum uppá sólarpýramídann. mætti svíum á leiðinni niður. ég sagði ekki hejsan, en ég hugsaði það.
ég hefði verið til í að fá lánaða tímavél í smá stund á meðan ég var þarna. það hefði verið gaman að fá að sjá staðinn eins og hann var upprunalega. aztekar og mannfórnir og gull sem glóir. örugglega eitthvað gott að borða líka.
tengdaafinn sagði mér áðan frá því að fólk á þessum tíma (fyrir komu spánverjana), hafi ekki borðað kjöt nema þá helst af sköllóttu hundunum sínum. þeir höfðu engin dýr til að éta, hesta, beljur, svín eða kindur, þannig að þeir voru mestmegnis ef ekki alveg ávaxta og grænmetisætur.
mexíkanar í dag borða mikið mikið mikið kjöt. svín eru borðuð upp til agna og úr húðinni af þeim er framleitt snakk í poka. svona svolítið eins og kindin á íslandi, en reyndar er hún ekki alveg orðin snakk ennþá, hún er bara lopapeysa og ullarsokkar.
annars er veðrið bara fínt. mun betra en á íslandi samkvæmt mbl.is. mengunin alveg í rólegheitunum og lífið gengur sinn vanagang.
bless á meðan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli