soddan lúxus að vera í fríi. alltaf hægt að vera að gera eitthvað nýtt. eyddum miðvikudeginum í metepec þar sem elsti bróðirinn býr. borð og stólar úti í garði, mikill matur og mikið um drykki. ósköp kósí og fínt. brann reyndar óvart á öxlunum, veit ekki alveg hvernig því ég reyndi að vera í skugga allan daginn.
í gær ætluðum við með börnin og bróðurson makans í skemmtigarðinn six flags (sem hét áður reino aventura þar sem ég gerðist svo fræg að hitta keikó á meðan hann bjó þar árið 1994). nema hvað, í fréttum var okkur tilkynnt um hrikalegar mótmælagöngur út um allar trissur sem myndu loka öllum helstu götum allan daginn í gær þannig að við ákváðum að fara bara gangandi í næsta almenningsgarð og leyfa krökkunum að sprikla þar.
í dag ætluðum við svo í fánana sex en þá eyddi síðburðurinn nóttinni í hefnd moctezuma þannig að makinn fór einn með frændurna tvo og ég er hér heima með tengdamóður og síðburði á náttfötunum.
hefnd moctezuma er semsagt niðurgangurinn sem aztecakonungurinn sendir ljóshærðum ferðalöngum sem eiga leið um lönd hans, en hann er að hefna sín fyrir yfirtöku spánverjana á konunsdæmi sínu á sínum tíma.
það hefur farið framhjá honum að þó svo að dóttirin sé ljós yfirlitum er hún samt ein af samlöndum hans og á rætur að rekja í eina áttina til indíána.
annars er gaman að því að börnin mín geta rakið ættir sínar til vestfjarða, danmerkur, lækjargötu, gyðinga, spánverja, sígauna, frakka og indíána.
nema hvað, á morgun er ég að fara í kvennamorgunmat heim til láru frænku, á sunnudaginn ætlum við að reyna að fara að skoða uppstoppuðu fólks sýninguna þarna frá þýskalandi (hún er semsagt staðsett hér í augnablikinu), á mánudaginn förum við norður til guanajuato með hector mági, komum heim á miðvikudag, og förum svo til acapulco 24. maí.
ójá. margt að gera í fríinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli