miðvikudagur, maí 10, 2006

vaknaði í morgun með bólgna ökkla, hné, úlnliði, eyru, augnlok, neðra bak, hendur, tær og olnboga. svo er kláði í öllu draslinu bara svona rétt til að toppa ástandið.
í dag er mæðradagurinn hér úti og voða veisluhöld. og ég svona eins og uppblásinn grís.
mér skildist á lækninum sem skoðaði mig áðan að ég sé eiginlega bara of fín fyrir umhverfið. daman vön tæru lofti, unaðslegu vatni, ómengaðri fæðu og hreinu umhverfi.
andskotans stælar í líkamanum mínum....

Engin ummæli: