lenti í barnaafmæli í gær. jedúddamía. einhver arturo sem varð 7 ára og amma hans er vinkona ömmu minna barna þannig að okkur var boðið þó svo að hvorki ég né dóttir mín höfum séð hann fyrr. fór með síðburðinn, en frumburðurinn er of þroskaður að eigin mati fyrir svona lagað.
veislan var í leigðum sal. veggirnir voru málaðir með ýmsum disney fígúrum og það voru rennibrautir, kastali, gryfja með svömpum til að hoppa ofanaf kastalanum, lítil borð og stólar fyrir foreldra. í einu horninu var vifta sem náði þó ekki að Þurrka svitann af mér, en ég hef aldrei áður eytt heilum degi með blautar rasskinnar (plastsetan á stólunum hjálpaði heldur ekki til).
nú og þarna hlupu sveittir krakkar upp um allt og mín þar á meðal. tónlistin dunaði og yfirgnæfði næstumþví krakkaskarann. ætli það hafi ekki verið um 100 eða 150 manns á svæðinu.
allir fengu að éta tacos og fótboltavallarköku eftir að trúðarnir komu í heimsókn og tvær pinjötur voru slegnar í klessu. eftir 4 klukkustunda hamagang og læti vorum við leystar út með pokum fullum af nammi.
nú situr innkaupapoki með nammi uppi í skáp og ég er alveg að losna við suðið úr eyrunum.
má ég þá frekar biðja um kökur og meððí í rólegheitunum heima svona eins og ég geri á íslandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli