miðvikudagur, maí 17, 2006

keyrðum í gær í rúma 4 tíma til zamora í michoacan héraði. þurrt landsvæði á leiðinni og góður slatti af múrsteinakumböldum sem fólk býr í. sáum mikið af fólki bogra yfir jarðaberjauppskeru og horaðar kýr í skuggum af gráleitum trjám eða risastórum kaktusum.
í norðri ganga karlmenn um með kúrekahatta í kúrekastígvélum og kúrekaskyrtum. konurnar eru með sítt hár.
við eyddum deginum á hóteli undir sólinni í volgri sundlaug. fínt hótel og ágætis miðbær í zamora þrátt fyrir ýmislegt óspennandi.
keyrðum aftur í stórborgina í dag. er að bíða eftir að fá dómínós-pítsu á mótorhjóli. hann hefur 4 mínútur, annars verður hún ókeypis.

Engin ummæli: