nú er ferðin búin og hún var svona:
keyrðum í ixtapan de la sal sem er vatnsrennibrautagarður. þar runnum við í vatni frameftir degi og keyrðum svo áfram til taxco. það er bær sem er byggður í fjöllum en húsunum hefur verið klambrað upp á lygilegan hátt. göturnar eru þröngar og liggja upp og niður á milli húsa sem virðast rétt hanga utaní hlíðunum.
þar gistum við.
daginn eftir var förinni heitið til playa ventura sem er pínulítið strandþorp. þar eru ekki hótel eða stórar byggingar heldur bara stráþök sem er tjaldað undir og lítil frekar fátækleg hús. íbúarnir liggja heilu dagana í hengirúmunum sínum og tildæmis nennti maðurinn sem leygði okkur stráþakið sitt ekki að elda ofaní okkur á veitingastaðnum sínum, heldur benti hann okkur á að banka uppá hjá nágrannanum sem fór heim að ná í konuna sína sem svo kom og gaf okkur að borða á meðan maðurinn skokkaði út í búð til að kaupa gosdrykki (þetta var sko veitingastaður).
hugmyndin um að tjalda á ströndinni hljómaði rómantísk og skemmtileg á leiðinni þangað.
þegar við lágum öll fjögur klístruð af salti, sandi og svita inni í tjaldi að reyna að sofna í 35 stiga hita og raka, hætti hugmyndin að virka. svo fór að rigna og allt varð blautara en það var fyrir.
daginn eftir pökkuðum við saman og keyrðum til acapulco.
þar biðum við í einn dag eftir stórfjölskyldunni, en ásamt þeim eyddum við því sem eftir lifði vikunnar við sundlaugarbakka með drykk í hönd, á góðum veitingastöðum og á hótelherbergjum með baðherbergi og loftræstingu.
á kveldin fórum við stóra fólkið út að fá okkur bjór og soleis og á aðfaranótt sunnudags fórum við á risastórt diskótek þar sem við reyndumst aldursforsetarnir.
ég man ekki betur en að við vinkonurnar höfum dansað ansi venjulega þegar við vorum þetta 17-20 ára. núna sá ég ekki eina einustu stelpu dansa öðruvísi en sexí, með mjaðmirnar útum allt og hreyfingar sem myndu sóma sér vel á klámbúllu.
hvað er það?
nema hvað, við komum í stórborgina aftur í gærkveldi og núna erum við að ná okkur.
makinn nældi sér í hálsbólgu, tengdamamman datt framúr rúminu og meiddi sig í hnénu og ég sofnaði í bílnum á heimleiðinni til þess eins að fá hnykk á hálsinn við að keyra í holu og nú er ég óskaplega fín með risastóran hvítan kraga um hálsinn.
svona fór um sjóferð þá...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli