fimmtudagur, maí 17, 2007

bílskúrinn hennar ömmu er fullur. ferðatöskurnar eru fullar. bensíntankurinn á bílnum er fullur. í dag fór ég með fullri rútu af krökkum í heiðmörk að labba á fullu. á leiðinni heim var rútan full af blautu fólki. þvottavélin mín þvær á fullu fullt af fötum. núna er ég full af súkkulaði. á morgun verð ég full.
fullt að gerast.

samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn....mmm...jújú...kaupi það sosum...gæti virkað.

það sem ég þarf að muna:
kaupa bækur í bóksölu stúdenta
loka símanum
slökkva á orkuveitunni
losa mig við afganginn af húsgögnunum
þrífa íbúðina
fara í mexíkanapartý með fallega samstarfsfólkinu mínu
fara á flandur með fallegu vinkonunni minni
fara í hárgreiðslu
fara til ömmu að borða
brosa og borða súkkulaði

ps. fékk ógeðslega flottan síma frá mömmu minni í gær. verst að það hringir enginn í hann...

Engin ummæli: