föstudagur, maí 18, 2007

eins og það er leiðinlegt að hætta að vinna hérna, þá er það líka rosa gaman. ég fékk fullt af blómum og konfekti og stuttermabol og rosalega bleikar nærbuxur sem stendur iceland á rassinum á og hópknús og kveðjupartý. ég ætti kannski að koma alltaf aftur til þess að geta hætt aftur því það eru allir svo góðir við mig. reyndar er einn aðili sem kallar mig föðurlandssvikara, en ég kýs að líta svo á að það sé bara merki um væntumþykju :)

í dag var dimmisjón, og er enn. ef þið hafið séð hvítar kanínur og fígúrur úr winnie pooh teiknimyndunum þá eru það börnin mín.

nú sit ég á skrifstofu skólans og er símadama eða eitthvað svoleiðis... væri rosalega asnalegt ef ég legðist fram á borðið og fengi mér smá blund?

Engin ummæli: