föstudagur, maí 11, 2007

jújú. ég horfði á júróvisjón. veit eiginlega ekki hvort ég eigi að byrja... ég verð staðfastari á hverju ári í þeirri skoðun minni að þetta sé orðin peningasóun. svo ætla ég bara að þegja.

sem minnir mig á það.... hefur þú reynt að klippa á þér táneglurnar eftir að hafa borið á þig krem á tærnar og hendurnar?
ég gerði það nefnilega í gær. vaxklessurnar eru sko farnar af fótleggjunum svo mér datt í hug að klára fótsnyrtinguna mína þegar ég var nýkomin úr sturtu. fyrst makaði ég á mig andlitskremi, svo líkamskremi og að lokum iljakremi sem gerir allt þetta harða undir fótunum mjúkt. og svo tók ég upp naglaklippurnar.
það er hægara sagt en gert að beita þeim þegar allt er sleipt. og nú er ég með skakkar táneglur.
þetta með fótsnyrtilegheitin er ekki alveg að gera sig hjá mér...

Engin ummæli: