miðvikudagur, maí 16, 2007

ég er að fara í klippingu á mánudaginn, ligga ligga lái. ég fer sko að staðaldri ekki oftar en á 3 ára fresti og stundum sjaldnar, á hárgreiðslustofur og læt flikka uppá mig. þess á milli er ég bara í lubbastuði. núna er ég einhverra hluta vegna að verða gráhærð og pjattdjöfullinn sem situr á öxlinni á mér hvíslar að mér að ég verði nú að sparsla uppí gránuna. femínistaengillinn sem situr á hinni öxlinni á mér fussar og sveiar yfir pjattinu, röflar eitthvað um að það sé kúl að vera með gráar strípur því þær séu minnismerki um lífshlaup mitt og reynslu og að það sé vitleysa að eltast við þvingandi fegurðarstaðla.

eníhús... ég er að hugsa um að fá mér topp.

Engin ummæli: