miðvikudagur, maí 30, 2007

fráskilda unga konan á vin. vinurinn gisti hjá henni í nótt. nágrönnunum þykir hún fara of geyst í sakirnar, enda ekki nema um vika síðan hún henti hinum út.
hún laumaði honum heim til sín í skjóli nætur. nágrannarnir komu heim úr bíó eftir miðnætti og sáu bílinn hans. það er ekkert hægt að fela í svona litlu samfélagi.

nú er ég að fara að skoða skóla fyrir börnin mín. og kaupa númer í gemsann minn.
en fyrst þarf ég að fara í sturtu. mexíkanar fara alltaf allir í sturtu á morgnanna. meira að segja ruslakarlarnir lykta vel í upphafi dags. í neðanjarðarlestinni þegar allir eru á leiðinni í vinnuna eru allir glansandi hreinir og greiddir. og þá er best fyrir mig ruddalegu víkingakonuna að reyna nú að minnsta kosti að vera líka svona hrein. ekki það að ég sé eitthvað skítug að eðlisfari... en hérna er ég extra hrein.

og með það að leiðarljósi er ruddalega stórvaxna víkingakonan farin í sturtu.

Engin ummæli: