mánudagur, maí 14, 2007


ég horfði á sjálfa mig í bíómynd í gærkveld. hafði ekki séð myndina síðan á frumsýningu í háskólabíói árið...tja... 1994 ef ég man rétt.
mikið assgoti er ég óarga-afdala-illa léleg leikkona. mér leið samt betur eftir að hafa horft á myndina í heild sinni vegna þess að í minningunni var ég eina manneskjan í myndinni sem kunni ekki að leika og leit asnalega út. hinir voru allir hipp, kúl og góðir leikarar. í gær sá ég að þau voru alveg jafn afkáraleg og ég. þrettán ára komplex hefur verið aflétt.

ég er hreinlega ekki frá því að ég líti betur út í dag, enda glæsipía....muahaha

Engin ummæli: