fimmtudagur, nóvember 17, 2005

búin að laga athugasemdakerfið, amk síðast þegar ég vissi.

ég hlustaði á sjón lesa uppúr einni af eldri bókum sínum í gær. svo sagði hann frá starfi sínu og við spurðum útí hvernig þetta virkar alltsamant og hvað liggur að baki hverri bók.
gott ef hann skrúfaði ekki endanlega fyrir allar mínar hugmyndir um að verða rithöfundur þegar ég verð stór. ég hef hvorki einbeitingu né tíma til þess að ráfa um bókasöfn og fornbókabúðir til þess að sanka að mér efni til að lesa svo að það geti gerjast í hausnum á mér í nokkur ár þangað til ég hrasa um sögupersónur sem verða að komast á blað, öll púslin falla á rétta staði og bókin skrifar sig sjálf í höndunum á mér.
ég kann heldur ekkert að gera trúverðuga persónusköpun og vel hnýttar sögufléttur og hvað þetta heitir nú alltsaman þetta bókmenntamömbódjömbó.
kannski væri betra fyrir mig að skrifa eins og eina sjálfshjálparbók um eitthvað sem böggar alla, hrista fram töfralausn og verða þýdd á ensku og seljast í milljónum eintaka og koma fram í ópru og doktor fill.
áður en ég kem mér að verki þarf ég bara að lesa eins og eina sjálfshjálparbók um það hvernig ég get haft meiri tíma og einbeitt mér betur.

í millitíðinni held ég mig bara við hryssuna mína. hún er gæf og hlýðin þessi elska.

Engin ummæli: