mánudagur, nóvember 21, 2005

gerði þau hálfvitalegu og fábjánalega algengu mistök að drekka koffín fyrir svefninn. gat svo ekki sofnað en lá delírandi í rúminu í marga klukkutíma. vaknaði svo um einum til tveimur tímum síðar við að síðburðurinn hafði klifrað uppí og migið undir okkur báðar. kippti henni úr neðri hlutanum og fór í nýjan bol og ætlaði að nota hinn helming rúmsins til að klára nóttina en komst þá að því að frumburðurinn hafði lagt hann undir sig sökum martraðar.
brölti ég þá í hans ból sem er lítið og ekki eins gott og mitt.
brölti þá síðburðurinn þangað á eftir mér því stóra dýra ameríska rúmið mitt er ekki nógu gott fyrir hana ef ég er ekki í því. svaf því skökk og illa í smá stund í viðbót.

skemmst er frá því að segja að ég er þreytt, úrill og svakalega tæp á geði í dag.

Engin ummæli: