miðvikudagur, nóvember 09, 2005

ég á fáránlega nágranna. einhversstaðar rétt hjá mér býr td. gaur sem á af og til leið framhjá baðherbergisglugganum mínum. hann er í götuhæð og auðvelt fyrir hvern sem er að beygja sig niður og kíkja á tildæmis mig á klósettinu. nema hvað, ég er oft með opinn gluggann af ýmsum ástæðum þegar ég er við iðju mína þar en nú fer það að verða erfitt vegna þess að nágrannahelvítið á það til að hlaupa framhjá og á hlaupunum vippar hann inn litlum ógeðslegum kúkafýlusprengjum sem valda vondri lykt í talsvert langan tíma inni á baði.
ég hef reyndar ósköp lítið orðið vör við þetta vandamál sjálf, en hún systir mín er ótrúlega óheppin. í hvert skipti sem hún kemur í heimsókn til mín og fær að nota klósettið kemur þetta svín og skutlar sprengju inn. aumingja hún kemur síðan út af baðherberginu illa lyktandi hrikalega vandræðaleg yfir lykt sem hún hefur ekkert með að gera.
ætli ég endi ekki á að setja upp öryggismyndavélar fyrir utan baðherbergisgluggann og siga löggunni á þetta pakk.

Engin ummæli: