fólk er stundum fífl. margir. fólk er samt nauðsynlegt og þegar upp er staðið er fólk það eina sem skiptir máli. það gerir öllum gott að skipta máli fyrir fólk, þó ekki séu það endilega margir. fólk sem skiptir ekki máli fyrir neitt fólk hverfur. sumt fólk er óþarft fyrir annað fólk, flestir eru þó nauðsynlegir fyrir einhverja og yfirleitt þarf ekki marga til. einstaka fólk kemur sér í þá stöðu að vera þarfir fyrir marga og jafnvel flesta, en það er fólk sem hættir að vera fólk að mörgu leyti og verður tákn. svo notum við fólk til að miða okkur við, líta upp til eða kvabba yfir sem getur verið bæði gaman og gefandi.
mig langar ekkert endilega að vera tákn en ég hef mikla þörf fyrir sumt fólk og hef þörf fyrir að það fólk hafi þörf fyrir mig.
í mínum huga er tilgangur lífsins þessi: fólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli