ég var beðin um að ganga í sjálfstæðisflokkinn framyfir helgi, bara til að taka þátt í prófkjörinu. svo var mér sagt að ég mætti hætta í flokknum strax á mánudaginn.
mér var meira að segja sagt að það skipti í raun engu máli hvort ég væri skráð í tvo flokka í einu. allavega framyfir helgi.
hugmyndin var sú að þar sem sjálfstæðisflokkkurinn myndi hvort eð er að öllum líkindum vinna, þá gæti ég að minnsta kosti valið skárri kostinn af tveimur illum.
skárri kosturinn er þá semsagt gísli marteinn og verri kosturinn vilhjálmur.
eru hægrimenn virkilega að taka völdin?
er í raun og veru svona stór hluti borgarbúa með einstaklingshyggjukúk á milli eyrnanna? er málið að einkavæða allt draslið og stefna svo öll í að verða jakkafata og dragtarklætt úberfólk á uppleið?
er málið að vera jafnréttissinnuð ofurkona sem notar orðið femínisti yfir krúttílegar sínöldrandi risaeðlumussur eins og rúnu í stígamótum og hlægja svo að því hvernig strákarnir láta yfir fótboltanum þar sem við sitjum í háhæluðu manolo blatsnjikk skónum okkar með jóa fel snittu á milli naglalakkaðra fingra?
vill einhver annað hvort skjóta mig eða forða mér frá fordómum mínum gagnvart hægrisinnuðum.... eða kannski frekar hjálpa mér að kjósa einhvern annan flokk?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli