eftir tiltektina miklu uppi á lofti hjá mor og far datt ég ofaní fulla tösku endurminninga frá unglingsárunum og öðrum ungdómi. það var eitthvað svo mikið við hæfi svona þegar dregur nær fyrsta þrjátíuogeitthvað afmælisdeginum mínum.
mikið var ég annars mikið yngri þarna þegar ég var yngri en þóttist vera eldri... en það voru svosem allir hinir á myndunum líka.
ég sat áðan í sófanum mínum bláa eftir að börnin skriðu í rúmið og þögnin færðist yfir, nartaði í súkkulaði og rölti niður minningaakreinina í fylgd með gömlum myndaalbúmum og ýmiskonar krotbókum. á rölti mínu rakst ég á mig sem félagsmálaforsprakka, leikkonu, dansara, blómabarn, fitubollu, mjónu, hárlitunarmódel, skákmeistara, ljóðskáld, fótboltakennara, leiklistarkennara, partýljón, barnunga móður, daðrara, barþjón, prom queen (lööng saga), hafnarboltaaðdáanda, billjardspilara, málara, sundkappa, píanóleikara, rithöfund, háskólanema, söngleikjahöfund, útlending og fleira og fleira.
í dag myndi ég segja að ég væri mamma, maki og réttindalaus kennslu-eitthvað.
hvað varð um úbermaju?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli