miðvikudagur, nóvember 30, 2005

ég þarf að verða mér útum svona tannkrem eins og er selt í ameríku.
ég veit ekki hvað það er en það virðist amk vera svo gasalega magnað að fólk vaknar ilmandi og til í kossaflens um leið og það opnar augun á morgnana.
eða kannski er fólk í hollívúdd bara almennt ekki viðkvæmt fyrir morgunandfýlu.
en miðað við það sem ég hef séð í sjónvarpinu þá er þetta allavega eitthvað aðeins öðruvísi heldur en á mínu heimili þar sem allir vakna með prumpufýlu í munninum.

Engin ummæli: