komið heil og sæl kæru vinir.
þannig er mál með vöxtum fyrir þau sem ekki vita, að ég hef gerst stuðningsfjölskylda fyrir unga fjögurra barna makalausa móður frá kólumbíu sem kom hingað til lands fyrir rúmum mánuði síðan.
hún er á fullu að læra íslensku og rembist við að aðlagast nýjum aðstæðum og undarlegu tungumáli.
framfærslupening fær hún í hverjum mánuði frá borginni, en eftir að leigan hefur verið greidd og strætómiðar keyptir og allt sem fylgir einföldustu gerð lífernis er ekki mikill peningur eftir fyrir konu sem býr með 8, 11, 12 og 15 ára ungmennum.
hún hefur verið að búa til mjög fallega skartgripi heima hjá sér úr ýmiskonar perlum, lituðum fræjum, kaffibaunum, skeljum og fleiru náttúrulegu og sniðugu og hana langar mikið til að koma sér af stað við að selja framleiðsluna og læra betur á íslenska samfélagið. til þess að prófa hefur hún ákveðið að leigja sér bás í kolaportinu um næstu helgi, en skartgripirnir hennar eru ekki nægilega margir til þess að halda uppi heilum bás.
þar kem ég inní myndina og vonandi þið líka. mér datt nefnilega í hug að smala saman smotteríi úr geymslum þeirra sem nóg eiga þannig að hún geti dundað sér við að selja notaða hluti og fengið þannig smá aukapening fyrir jólin. margt smátt gerir nefnilega eitt stórt.
ef eitthvert ykkar nennir, vill og getur litið í kringum sig eftir seljanlegu skrani sem þið notið ekki lengur og munið aldrei nenna að koma í verð sjálf, mun vinkona mín og ég fyrir hennar hönd, verða hin hamingjusamasta. ég gæti tekið að mér að skreppa eftir dóti til ykkar (ágætis ástæða líka til að koma í heimsókn...ehe), eða ef þið eigið leið hjá njálsgötu, nú þá bý ég þar með opinn faðminn og pláss í geymslunni.
þetta var semsagt jólabón ársins frá mér til ykkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli