jedúdda... ég hef orðið fyrir einhverju fyrirbæri sem kallast kitl af völdum ljúfu. en áður en ég vind mér í listagerð langar mig að þakka ykkur kærlega fyrir góð viðbrögð við betli mínu og þakka þér farfugl fyrir dótakassann og þér hildigunnur fyrir að skutla dótinu til mín. gaman að fá andlit á bak við kommentakunningjana. (gaman annars að segja frá því að þegar hún hringdi á dyrabjöllunni sat ég einmitt í hægðum mínum á klósettinu og var næstum því búin að missa af henni, enda með allt á hælunum...tíhí). já og við erum semsagt enn að bíða eftir kolaportsbásnum en hún verður pottþétt þar 11., 17. og 18. des. og svo verður hún með skartgripina sína í jólaþorpinu í hafnarfirði á þorláksmessu. svona er maður nú mikill reddari.
nema hvað. hér koma kitlviðbrögðin.
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. skrifa bók (hvort ég ætli að gefa hana út er önnur ella)
2. ferðast um stóran hluta heimsins
3. eiga pening
4. læra arabísku og/eða japönsku
5. læra að búa til eitthvað að borða
6. hjálpa einhverjum
7. panta mér grafreit á íslandi
7 hlutir sem ég get:
1. talað spænsku og skilið ýmislegt á frönsku sjónvarpsstöðvunum
2. fengið fólk til að brosa og jafnvel hlægja
3. hlustað á aðra, fundið málamiðlanir og stundum ný sjónarhorn eða lausnir
4. sungið ógrynnin öll af íslenskum leikskólalögum og vísnabókarsöngvum
5. munað ógeðslega mörg símanúmer og allskyns fáránlegar tölurunur (og munað hvar allt er heima hjá mér)
6. haldið uppi samræðum við ókunnuga
7. bakkað óaðfinnanlega í hin þrengstu bílastæði
7 hlutir sem ég get ekki:
1. farið í handahlaup, splitt eða spígat
2. munað uppskriftina að kaffi
3. skammað eða rifist
4. hætt að líta á þrastarhóla 10 sem húsið mitt
5. hætt að borða nammi
6. horft á íslenska raunveruleikaþætti
7. verið eðlileg í kirkju eða á öðrum mjög formlegum samkundum
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. kímnigáfa og léttleiki
2. fallegar hendur og neglur (hvað er það hjá mörgu kvenfólki?)
3. hárlaus brjóstkassi
4. hreinlæti
5. heiðarleiki
6. framkvæmdagleði
7. orðheppni
7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. depp eins og svo margar aðrar
2. elvis presley áður en hann fór í herinn
3. hilmir snær
4. yahir (frægur söngvari í mexíkó sko)
5. garðar þór cortez
6. ricky martin þegar hann dansar
7. simon le bon löngu áður en hann kom til íslands
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. ertu búinn að læra heima og æfa þig á trompet?
2. burstaðu tennurnar og farðu að hátta
3. vertu kyrr / hættu þessu
4. núnú
5. drífðu þig á fætur / þú ert að verða of seinn
6. góðan dag / halló
7. hvusslags
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. min söster
2. veiga
3. þórður
4. tinna æ
5. pass
6. pass
7. pass
Engin ummæli:
Skrifa ummæli