sunnudagur, september 02, 2007

afmælið var skemmtilegt. fullt af börnum að hoppa á uppblásinni rennibraut. fullt af fólki að borða, tala og hlæja. prinsessur og hafmeyjur voru lamdar í spað með priki og útúr þeim hrundu hrúgur af sykri dulbúnum í fallegum pappír og plastdóti. kökurnar mínar slógu í gegn og sumir fóru meira að segja með kökusneiðar heim í nesti.
í dag er þreyttur sunnudagur. þeir eru stundum svolítið þreyttir greyin. ég ætla samt að reyna að finna hjá mér orku til að setja á myndasíðuna mína myndir úr afmælinu og kannski einhverju fleiru.

er ég á leið heim? kannski bara.

Engin ummæli: