mánudagur, september 17, 2007

í gær fórum við í bæinn þar sem við fengum fánalitina málaða á kinnarnar, allskonar fánalitað skran og lentum í sápufroðustríði. það er nokkuð sem mexíkanar eru gjarnir á að gera þegar þeir eru glaðir á almannafæri. að sprauta froðu hver á annan.
svo drukkum við tequila og öskruðum viva mexico.
í morgun skröltum við uppá þak þar sem við sáum flota mexíkanska flughersins hringsóla yfir borginni. reyndar er hún svo stór að flugvélarnar og þyrlurnar sáust í smá stund, hurfu svo í nokkra stund og birtust svo aftur. svolítið svona... vááá.. dúmmdídúmm.............. vááá... dúmmdídúmm.......................... æi þú veist.

djöfull eru þættirnir um stúlkurnar í playboyhúsinu annars klikkaðir!

Engin ummæli: