miðvikudagur, september 26, 2007

einhver var að segja mér í dag að 17 gervihnettir hafi fallið af himnum ofan. geimverur eru grunaðar um verknaðinn.
ég veit ekki með ykkur en mexíkanar eru hrifnir af samsæriskenningum og eiga ekkert svo erfitt margir með að trúa á tilvist geimvera. mig grunar að þeir séu ekki eins skeptískir og t.d. ég af því að hér á bæ gerast oft hlutir sem hljóma ótrúlegri en besta skáldsaga. og stundum byrja ég að efast...hvað ef þeir hafa rétt fyrir sér en ekki ég? hvað ef bretadrottning lét drepa díönu, frímúrarar stjórna heiminum og geimverur séu komnar til jarðar?

Engin ummæli: