laugardagur, september 01, 2007

ein ég sit og baka
inní stóru húsi
enginn kemur að sjá mig
nema hellingur af nágrönnum
hoppaðu upp og lokaðu augunum
bentu í austur
bentu í vestur
bentu á þann sem að þér þykir bestur.

marensinn er flottur, gulrótarkakan brilli og súkkulaðikakan var pís of keik, svo ég leyfi mér aðeins að sletta. þeir sletta kreminu sem eiga það.

í morgun fór ég með tengdamóðurina í zumba tíma. það er svona dans-leikfimistími. við slettum úr klaufunum með hinum klaufunum. þeir sletta klaufunum sem eiga þá. leiðbeinandinn var lítill og brúnn hommi. þessi hommatýpa sem beygir úlnliðinn fram og nýtur sín við að dilla mjöðmunum. mjög skemmtilegur og glaður ungur maður. hann lét okkur dansa merengue, salsa, reggaeton og allskonar fleira skemmtilegt dótarí. og við dilluðum okkur og sveigðum mjaðmir og hendur í allar áttir svo að svitinn lak af okkur og niður á gólf. þeir sletta svitanum sem eiga hann.
tengdamóðirin var svolítið fyndin þar sem henni tókst einhvernvegin alltaf að fara í öfuga átt við alla hina. og svo hló hún, enda glöð mjög.
það var gaman.
fékk mig samt til að hugsa... af hverju hef ég aldrei gert svona með minni eigin móður? en koma tímar og koma ráð. koma líka leikfimi- og danstímar.

Engin ummæli: